Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Launamálseðla-bankastjór-
ans er ekki stór-
mál í sjálfu sér. En
það leikur nú orðið
sama hlutverk og
naglinn í naglasúp-
unni. Af honum er ekkert
bragð og það stendur ekki til
að éta hann. Og sumir gætu
jafnvel efast um að hann væri
nagli. Og í rauninni sitja allir
sem að málinu hafa komið í
súpunni nema hugsanlega
hann, þótt hún sé áfram við
hann kennd. Málið breyttist úr
afmörkuðu hallærismáli í víð-
tækt stórmál þegar það var
tekið til umræðu í sölum Al-
þingis og setti forsætisráð-
herrann svo út af laginu að
hann fann enga leið aðra en að
segja þinginu ósatt. Það er al-
vörumál mikið. Því aðhald
þingsins með framkvæmda-
valdinu hvílir á því að þau svör
sem því eru gefin séu sannleik-
anum samkvæm. Ráðherra
fyrirgefst ef hann gefur
þinginu rangar upplýsingar, af
því að hann veit ekki betur á
þeirri stundu. Hann er með
öðrum orðum í góðri trú. En
þá ber honum samkvæmt hefð-
um og venjum þingræðisins að
koma nýjum og réttum upplýs-
ingum á framfæri um leið og
hann hefur þær. Formaður
bankaráðs Seðlabankans er
valinn til þeirra starfa af Al-
þingi að tillögu þingflokks
Samfylkingarinnar. Um leið og
þingið hefur þannig gert til-
lögu þingflokks að sinni situr
hinn kjörni á eigin ábyrgð í
viðkomandi ráði og í trausti
Alþingis. Trúnaðurinn við
flokkinn sem tilnefndi hann er
auðvitað nokkur en víkur
gagnvart hinu
tvennu ef árekstur
verður. Þegar for-
sætisráðherrann
lætur sig hafa að
segja að launalof-
orðið sé ekki frá
sér komið segir
formaður bankaráðs SÍ, Lára
Júlíusdóttir: Ég lít svo á að
ákveðið hafi verið að standa
ekki við fyrirheitið við banka-
stjórann. Nær verður ekki far-
ið í að segja að forsætisráð-
herrann fari með ósannindi í
þinginu nema segja það berum
orðum.
Fjármálaráðherrann hefur
komið því á framfæri að for-
sætisráðherra hafi fengið sig
til að skjóta ákvæði um seðla-
bankastjóra inn í laga-
frumvarp um Kjararáð. Og
hann lætur eins og hann hafi
ekki fengið neinar skýringar á
nauðsyn þess. Slíkt er nánast
óhugsandi enda breytingin al-
gjört stílbrot í frumvarpinu og
gegn anda þess. En svo hafa
menn pukrast með vandamál
sitt að lögin segja að Kjararáð
ákveði laun seðlabankastjór-
ans en bankaráð biðlaun og
eftirlaun og „önnur atriði sem
varða fjárhagslega hagsmuni“
hans. Þetta ákvæði getur ekki
heimilað tillöguflutning Láru
Júlíusdóttur. Innskotsákvæðið
getur tekið til risnu og síma-
kostnaðar og þess háttar en
ekki beinna launagreiðslna
sem ótvírætt eru falin Kjar-
aráði í sama texta. Málið er því
hið pínlegasta hvernig sem á
það er litið. En alvarlegust eru
ósannindi forsætisráðherrans
og hálfsannleikur fjár-
málaráðherrans en hálfsann-
leikur oftast er óhrekjandi
lygi, eins og þekkt er.
Forsætisráðherrann
hefur sett þingið í
erfiða stöðu og
sjálfan sig í óverj-
andi stöðu}
Launalygin
Mikil hátíðahöldvoru í
Moskvu í gær í til-
efni af því að 65 ár
eru liðin frá lokum
heimsstyrjald-
arinnar síðari. Það var tímanna
tákn að í gær fylktu liðsmenn
herja fjögurra Atlantshafs-
bandalagsríkja, Bandaríkja-
manna, Breta, Frakka og Pól-
verja, liði á Rauða torginu. Það
hefði verið með öllu óhugsandi á
tímum kalda stríðsins og reynd-
ar ekki alltaf talist sjálfsagt eft-
ir að kalda stríðinu lauk.
Nú er þíða í samskiptum
austurs og vestur. Ein ástæðan
er að Dimítrí Medvedev, forseti
Rússlands, hefur í auknum
mæli markað sér sérstöðu
gagnvart forvera sínum, Vla-
dimír Pútín, meðal annars með
gagnrýnni afstöðu til fortíð-
arinnar.
Borgarstjóri Moskvu til-
kynnti í febrúar að
plaköt af Stalín
yrðu sett upp um
alla borg í tilefni af
65 ára afmæli sig-
ursins á Þjóð-
verjum. Þessi áform mættu
harðri gagnrýni, meðal annars
úr Kreml, og var hætt við.
Á föstudag talaði Medvedev í
mun harðari tón um Stalín en
rússnesk stjórnvöld hafa gert á
undanförnum árum. Hann hefði
komið á alræði þar sem „grund-
vallarréttindi og frelsi voru
kæfð“. Glæpir Stalíns yrðu
aldrei fyrirgefnir. Rússar færðu
gríðarlegar fórnir í heimsstyrj-
öldinni síðari. Því má ekki horfa
fram hjá, en það má heldur ekki
horfa fram hjá þeim hörm-
ungum, sem Stalín kallaði yfir
íbúa Sovétríkjanna, eða gleyma
því hvað beið íbúa þeirra ríkja,
sem lentu á áhrifasvæði Sovét-
ríkjanna eftir að stríðinu lauk.
Vestrænir hermenn
á Rauða torginu og
Stalín gagnrýndur}
Fórnir Rússa og sagan
Þ
ví hefur verið haldið fram að ís-
lendíngar beygi sig lítt fyrir skyn-
samlegum rökum, frjármunarök-
um varla heldur, og þó enn síður
fyrir rökum trúarinnar, en leysi
vandræði sín með því að stunda orðheingils-
hátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur
málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji
hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“
Þannig komst Halldór Laxness að orði í Inn-
ansveitarkroniku. Og víst eru margir þreyttir
á nær látlausu karpi og sífri þjóðfélags-
umræðunnar. Einkum virðist fólk hafa fengið
nóg af stjórnmálamönnum, sama hvar í flokki
þeir finnast, enda hafa þeir atvinnu af því að
vera stöðugt að troða skoðunum sínum upp á
fólk og gagnrýna hver annan. Bjarni frá Gröf
komst svo að orði um þessa stétt manna:
Þingmenn háa heyrði þar
halda ræður dagsins;
ég held þeir séu hornsteinar
í heimsku þjóðfélagsins.
En dokum aðeins við. Það skyldi þó ekki vera að í
gagnrýninni orðræðu stjórnmála felist einmitt forskot
okkar sem búum á Vesturlöndum á aðrar þjóðir – að í
frelsinu til að tjá skoðanir sínar og gagnrýna felist for-
réttindi okkar. Orðið lýðræði væri merkingarlaust ef því
fylgdi ekki frelsi til orða og athafna. Og frelsið er inngró-
ið í mannréttindahugtakið.
Þess vegna hafa ófáir látið lífið í baráttu
sinni fyrir frelsinu.
Það skyldi þó ekki vera að Bjarni frá Gröf
hafi haft rétt fyrir sér, að hvort sem okkur
líkar það betur eða verr, þá séu þingmenn-
irnir sem karpa í ræðum dagsins hornsteinar
þjóðfélagsins, jafnt heimsku sem visku.
Í þessu sambandi er endurnærandi að lesa
kenningar heimspekingsins Chantal Mouffe
um átökin sem eru nauðsynleg lýðræðinu.
„Frá orðum til átaka“ var yfirskrift greinar
Björns Þorsteinssonar í Lesbókinni í árs-
byrjun 2005, þar sem hann gerði þeim skil, en
þar skrifaði hann meðal annars:
„Lifandi lýðræðisríki hlýtur að eiga þann
kost vænstan að viðurkenna að innan þess
hljóti alltaf að þrífast átök, og að sáttin sé
ekki upphaf þess og endir; eða, með orðum
heimspekingsins Chantal Mouffe: „viðureignir um
ágreining eru alls ekki ógn við lýðræðið, heldur sjálf lífs-
skilyrði þess“.“
Þess vegna er það hættulegt lýðræðinu þegar fólk úti-
lokar sjónarmið eða talsmenn þeirra, þannig að þær
raddir hljóðna á torgi hugmyndanna. Og til þess að átök-
in leiði til framfara er auðvitað æskilegt að umræðan sé
málefnaleg. Það er of mikið um að ráðist sé beint á per-
sónu fólks, eins og það hnekki málstaðnum sem það beit-
ir sér fyrir, eða hafi nokkuð með kjarna málsins að gera.
Líklega er það það, sem Bjarni frá Gröf átti við, þegar
hann talaði um heimsku þjóðfélagsins. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Kjarni málsins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Mikil umskipti á
vinnumarkaðinum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
V
innumarkaðurinn hefur
á margan hátt breyst
umtalsvert á umliðnum
árum. Fyrir tæpum 20
árum voru t.a.m. tæp-
lega 14 þúsund háskólamenntaðir
einstaklingar í fullu starfi á vinnu-
markaði hér á landi. Í fyrra voru
þeir rúmlega 41 þúsund manns skv.
nýútkomnu yfirliti Hagstofunnar yf-
ir vinnumarkaðinn frá 1991 til 2009.
Eftir að bankakreppan reið yfir
hefur vinnumarkaðurinn tekið
stakkaskiptum með fjölda-
atvinnuleysi, í flestum starfs-
greinum.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson,
dósent við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands, segir
það mjög athyglisvert og alveg nýtt
hér á landi hversu mikið atvinnu-
leysi mælist um þessar mundir með-
al fólks með háskólamenntun. „Það
hefur almennt verið þannig að at-
vinnuleysi minnkar með aukinni
menntun. Í febrúar í vetur var þessi
hópur um 2.400 manns eða 14%.
Þetta vekur áhyggjur af því sem
kallað hefur verið spekileki, þ.e.
hvort margir úr þessum hópi muni
yfirgefa landið og leita tækifæra í
öðrum löndum,“ segir Gylfi.
Síðan reglulegar mælingar Hag-
stofunnar hófust árið 1991 hefur
hlutfall starfandi aldrei mælst minna
og atvinnuleysi meira en árið 2009.
Á árinu 2009 voru 180.900 á vinnu-
markaði. Af þeim voru 167.800 starf-
andi en 13.100 án vinnu og í atvinnu-
leit. Hlutfall starfandi fólks á
vinnumarkaði var 75,1%.
Gylfi segir sérstaka ástæðu til að
hafa áhyggjur af fólki sem er án at-
vinnu í langan tíma. Atvinnuleysið
mældist 9,3% í mars og er enginn
hópur fjölmennari meðal atvinnu-
lausra en fólk sem er eingöngu með
grunnskólanám að baki. Gylfi segir
þetta mikið áhyggjuefni en Vinnu-
málastofnun sé að vinna mjög gott
starf við að halda utan um þennan
hóp og bjóða upp á ýmis úrræði, s.s.
starfsmenntun o.fl.
Í kjölfar bankahrunsins hefur átt
sér stað strúktúrbreyting á íslenska
vinnumarkaðinum að mati Gylfa og
vinnutíminn hefur einnig verið að
breytast. ,,Það sem hefur einkennt
vinnumarkaðinn hér er mjög langur
vinnutími. Árið 2007 var vinnuvikan
hér á landi 46,8 tímar að meðaltali en
í fyrra 44,8 tímar. Þessi stytting um
tvær klukkustundir á viku er um-
talsverð breyting. Við Íslendingar
erum með einhverja mestu atvinnu-
þátttöku sem þekkist innan Evr-
ópusvæðisins. Hún var að meðaltali
um 84% fyrir hrunið en í Evrópu er
hún að meðaltali 64%. Í fyrra fór at-
vinnuþátttakan hins vegar niður í
um 81%,“ segir Gylfi.
Styttri vinnuvika
Vinnutími karla hefur dregist
verulega saman á umliðnum árum.
Þannig hefur heildarvinnutími karla
minnkað úr 51,3 klukkustundum ár-
ið 1991 í 43,8 klst. í fyrra en vinnu-
tími kvenna hefur á hinn bóginn
haldist tiltölulega stöðugur í kring-
um 35 klst. Hlutfall kvenna í fullu
starfi hefur aftur á móti aukist tölu-
vert á þessu tímabili eða úr 51,6% í
63,1% á árinu 2009.
Morgunblaðið/Golli
Fleiri í hlutastörfum Hlutfall fólks í fullu starfi lækkaði í fyrra. Þeir sem
eru með háskólamenntun hafa þó haldið starfshlutfallinu öðrum fremur.
Miklar breytingar eiga sér stað á
vinnumarkaðinum. Sérfræðingur
í vinnumarkaðsmálum telur að
strúktúrbreyting sé að eiga sér
stað. Vinnuvikan hefur einnig
styst umtalsvert á liðnum árum.
Tímaritið The Economist birti fyrir
skömmu svartsýna umfjöllun um
framtíðarhorfur á evrópskum
vinnumarkaði. Tímaritið gerir ráð
fyrir að vegna kreppunnar og auk-
ins niðurskurðar, sérstaklega hjá
hinu opinbera, muni opinberir
starfsmenn í Evrópulöndum í aukn-
um mæli beita verkfallsvopninu.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dós-
ent bendir á að þó opinberir starfs-
menn hafi mátt ganga í gegnum
miklar breytingar eftir að kreppan
skall á, þurft að sætta sig við launa-
frystingu eða launalækkanir, þá
hafi áhrif kreppunnar ekki enn
komið fram með sama þunga í op-
inbera geiranum og á einkageir-
anum. Í umfjöllun Economist segir
að rétt sé að búa sig undir að þessi
sama þróun komi þar fram á næstu
árum vegna mikils niðurskurðar og
stóraukinnar skuldabyrði hjá hinu
opinbera.
AUKIN
VERKFÖLL?