Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 17
fremstu röð, hver á sínu sviði. Ekk- ert af því var sjálfgefið og hefði ekki tekist nema með hina sterku, skiln- ingsríku og hvetjandi móður að baki. Þá hefur ekki síður verið einstakt að fylgjast með, hve vel hún hefur reynst barnabörnum sínum. Stoð og stytta og einstök fyrirmynd. Eftir að Inga hafði helgað árin dætrum sín- um samhliða mikilli kennslu og skyldum, sem henni fylgdu, var hún vakin og sofin yfir velferð barna- barna sinna. Komu þau eins og aðrir betri manneskjur af hennar fundi. Inga sýndi jafnan nærgætni í sam- skiptum við aðra. Hún bar með sér innri styrk. Hún hlýtur að hafa búið yfir einstæðum hæfileika til að fyrir- gefa. Ég heyrði hana aldrei halla máli nokkurs manns, þótt hún væri síður en skoðanalaus á mönnum og málefnum. Viðhorf hennar mótuðust af kristnum gildum og virðingu fyrir hinu besta í fari manna og þjóðarinn- ar í heild. Oft var ég beðinn að flytja henni kveðju gamalla nemenda hennar, sem ég hitti á förnum vegi. Allir sem einn fóru þeir miklum og góðum orð- um um Ingu sem kennara og hve mótandi áhrif hún hafði á þá. Hún tók slíkum kveðjum jafnan af hóg- værð og lítillæti, en aldrei brást, að hún áttaði sig á því um hvern var að ræða. Ég kveð Ingu með söknuði og þökk fyrir allt, sem hún gaf mér og mínum. Hin bjarta minning hennar lifir með okkur öllum, sem kynnt- umst henni og lýsir okkur framtíð- ina, eins og Inga gerði til hinstu stundar. Blessuð sé minning Ingu Þor- geirsdóttur. Björn Bjarnason. Það er óraunveruleg tilfinning og tómleg að geta ekki gengið að henni Ingu tengdamóður minni vísri. Hún var alltaf til staðar fyrir alla, alltaf og tilefnið skipti ekki máli. Orð sálmaskáldsins Kolbeins Tumasonar þegar hann ákallar himnasmiðinn koma upp í hugann: „Gæt, mildingur mín“. Hún Inga var mildingurinn minn og margra ann- arra og hún gætti okkar svo sann- arlega vel. Líf hennar snerist um að hlúa að og gæta þeirra sem í kringum hana voru og sá hópur var stór. Hann tak- markaðist ekki við fjölskyldu henn- ar. Þar fóru einnig nemendur henn- ar, samstarfsmann, vinir og vandalausir. Þeir voru svo margir sem leituðu til hennar. Hún hafði alltaf tíma. Það var alltaf hægt að koma til hennar með vandamál og áhyggjur stórar og smáar og eiga stund með henni. Hverfa síðan af braut vonglaður, fullur bjartsýni og gleði. Þér fannst vera birta framund- an, vandamálin höfðu gufað upp. Ég sé fyrir mér mannamót þar sem Inga var. Það safnast hópur í kringum hana. Allir vilja ná tali af henni og hún lætur hvern og einn finna að hann eða hún skiptir hana máli. Öllum líður betur eftir að hafa talað við hana. Slík var einlægni hennar. Gleðistundirnar með Ingu voru margar og ljúfar. Henni fannst mjög oft vera tilefni og ástæða til að gleðj- ast. Stórir jafnt sem smáir áfangar í lífinu voru tilefni til að fagna. Hún gerði alla áfanga að merkum atburð- um með návist sinni einni. Hvar sem Inga fór lýsti af henni þessi óendanlega hlýja og umhyggja sem er ekki unnt að lýsa. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að vera einn af mörgum sem fengu að njóta hlýju hennar í þessi meira en 40 ár sem við áttum vegferð saman. Megi mildin hennar Ingu lýsa okk- ur sem sárt söknum hennar. Leifur Bárðarson. Elsku tengdamóðir mín, Inga Þor- geirsdóttir, var nánasta vinkona mín í þrjátíu ár. Ég fluttist burt frá heimalandi mínu, og eignaðist auka- mömmu á Íslandi, Ingu. Konu, sem bjó yfir svo mikilli innri og ytri feg- urð, konu, sem átti svo stórt hjarta og leiftrandi huga. Ég gat leitað til hennar með allt sem mér lá á hjarta. Í erfiðleikum lífsins sneri ég mér til hennar og trúði henni fyrir því, sem ég gat ekki talað um við nokkra ein- ustu aðra manneskju. Ég vissi, að hún gat hlustað og skilið, hún gat gefið bestu ráðin, og allt það sem henni var trúað fyrir varðveitti hún í hjarta sínu. Inga var mikill kennari. Ég veit, að nemendur hennar elskuðu hana, því að henni þótti vænt um hvern einasta nemanda, sem henni var treyst fyrir. Hún varð líka kennari minn. Hún talaði fagurt mál, skýrt og ljóðrænt. Hún kenndi mér mikið af íslenskum ljóðum og vísum og sagði svo lifandi frá sögu Íslands og landafræði. Frásagnir hennar af líf- inu í sveitinni á fyrri hluta seinustu aldar eru ógleymanlegar. Hún sagði frá á töfrandi hátt líkt og sannur listamaður. Oft hef ég hugsað til þess, að Inga væri mesti listamað- urinn í fjölskyldunni. Í fjölmörg ár hef ég kynnt íslensk- ar samtímabókmenntir fyrir norsk- um lesendum. Á því sviði var Inga einnig besti viðmælandinn. Hún kenndi íslensku og íslenskar bók- menntir öll sín kennsluár en það var svo fágætt með Ingu að hún hélt áfram að kynna sér af miklum áhuga nýjustu skáldsögurnar og ljóðasöfn- in alveg þar til fyrir skömmu. Ég kom inn í fjölskylduna með dætur mínar tvær. Stóra hjartað hennar Ingu tók þær líka inn í kær- leikshringinn sinn eins og þær væru hennar eigin barnabörn. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt Ingu fyrir tengdamóður. Hún kom oft til að gleðja okkur í Molde, heimabæ mín- um. Í huganum á ég sterkar og fagrar myndir: Inga stendur innan um ilm- andi rósarunnana framan við hvíta húsið okkar í Molde og það lýsir af bjarta hárinu hennar í rósaskrúðinu. Önnur mynd: Inga er stödd ofan við bæinn og horfir yfir bláan fjörðinn, sem liggur út í hafið endalausa. Hinumegin við fjörðinn gnæfa há- tignarlegir fjallstindarnir og teygja sig til himins. Hún brosir og hárið hennar bærist í vindinum. Myndin af henni sameinast mynd- inni af Sigríði mömmu minni, sem ég orti um fyrir löngu: Sit með ljósmynd í hendi. Það er andlit mömmu sem ljómar framan við svartan hamarinn. Hár hennar í vindinum. Aldrei kyrrist vindurinn í hári mömmu aldrei hættir andlit mömmu að ljóma framan við svartan hamarinn. (þýð. Einar Bragi) Nú lýsa geislarnir frá ástinni, sem hún gaf okkur, í hjörtum okkar. Framan við há fjöll og svarta hamra af sorg okkar og sársauka, nú þegar hún er farin heim til himna, stendur hún og ljómar og segir við okkur að það sé von að finna í vonleysinu. Þegar hún lá og beið eftir síðustu langferðinni heyrði ég hana segja: „Mamma, mamma“. Þá var hún tilbúin til heimferðar, þar sem mamma hennar og pabbi, og allir vinirnir, sem á undan henni fóru, biðu hennar. Það er huggun fyrir okkur að vita að nú er fögnuður á himnum yfir að hún sé komin heim. Knut Ødegård. Landslag lífs míns heldur áfram að breytast þar sem nú hefur kvatt einn af demöntunum í því. Drottn- ingin hún Inga amma sem ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast, og kalla ömmu. Allt í kringum hana staðfesti það að hún var drottn- ing, gullfalleg sem hún var og átti svo yndislega fallegt heimili. Allt svo stílhreint og tært, eins og hún var, fögur að innan sem utan. Fjölskyld- ur okkar hafa fléttast saman á svo magan máta í gegnum tíðina, frá því löngu fyrir fæðingu mína, fjölskyldu- albúmin staðfesta það. Inga og fal- legu dætur hennar, í dásamlegum kjólum saumuðum af henni, koma upp aftur og aftur í myndum á mínu heimili og hjá afa og ömmu sem hafa bæði kvatt þennan heim. Okkar heimur er fátækari, en himnaríki svo sannarlega auðugt. Hún var sönn listakona og afkom- endur hennar halda áfram að auðga líf okkar hinna. Ég er þakklát fyrir að hafa verið svo lánsöm að þekkja hana og votta ykkur fjölskyldu henn- ar mína dýpstu samúð. Guð geymi minninguna um Ingu ömmu. Hún lif- ir í hjarta mér. Rannveig Eva Karlsdóttir. Rökkur fellur á augu kvöldsins og önnur blárri handan við glötuð vor verður að einu og rennur saman kvöldið og mynd þín hljóð og fögur sem minning hrein og hvít eins og bæn. (Stefán Hörður Grímsson.) Það stafaði ljóma af Ingu ömmu. Allt í kringum hana var einlæg og elskuleg birta. Hárið ljóst og gyllt, augun tindrandi og skörp. Heimsókn til ömmu var sömuleiðis umvafin birtu og hlýju. Hvítt teppi, hvítur sófi, hvítir fallegir dúkar. Ömmu hús einkenndist af kyrrð, fegurð og birtu. Amma hafði einlægan áhuga á öllu því sem við barnabörnin tókum okk- ur fyrir hendur. Við tvö deildum mörgum áhugamálum, þar á meðal garðyrkju og skólastarfi. Líf hennar var helgað kennslu, og hún kenndi manni á lífið. Hún sagði að maður ætti að tala við blómin sín, þá myndu þau vaxa og dafna. Það sama gerði hún við okkur, hún hlúði að öllum börnunum sínum á einstakan hátt. Hún fylgdist vel með gróskunni í eig- in garði, og hafði mikið yndi af að sjá allt vaxa og dafna. Oftsinnis ræddum við kennslufræðina, námsefnið, bók- menntirnar og skólalífið. Amma hafði sterkar skoðanir á gildi mennt- unar og studdi okkur öll með ráðum og dáð í námi okkar og störfum. Daglegt líf allrar fjölskyldunnar tengdist Ingu ömmu. Innlit á Hof- teiginn var órjúfanlegur þáttur í dagsins önn. Alltaf var amma að bauka eitthvað, sinna blómunum, sauma, lesa, skipuleggja og flokka. Hún var mjög sjálfstæð og framsýn kona. Hún hafði sterkan vilja og vildi gera hlutina vel og með sínu lagi. Var sérlega gefandi að fá að taka þátt í alls kyns störfum með henni. Amma var lagin við að segja sög- ur, og oft fléttuðust þær saman, eitt leiddi af öðru og stundum mátti hafa sig allan við að fylgja þræðinum. Oft var nú hlegið þegar minningarnar og ættartölurnar leiddu okkur í gönur. Eftir að hún átti erfiðara með að rata á réttu orðin hélt ánægjulegt tal okk- ar engu að síður áfram. Nærvera hennar var svo sterk, tónfallið og svipbrigðin svo skýr að litlu skipti, þótt orðin væru ekki öll til staðar. Rökkur fellur á augu ævikvölds- ins, en fögur minningin lifir. Minn- ingin um ömmu sem var svo góður vinur, gat ávallt hlustað og hug- hreyst, átti ráð og hlýjan faðm, sýndi umhyggju og stuðning. Hún verður ætíð til staðar. Bjarni Benedikt Björnsson. Inga amma mín. Hlýja, glaða, fagra, einlæga, sanna. Mig skortir orð til að lýsa þessari konu, sem var mér svo óendanlega kær allt mitt líf og var svo einstök á allan hátt. Þegar ég lít til baka er eins og það hafi alltaf verið bjart í kring um hana Ingu ömmu. Ég sé hana fyrir mér, sitjandi í ljómandi hvítu stofunni sinni með mér, og frá henni streymdi öll hlýja sem til var í heiminum. Bara fyrir mig. Þá stundina var hún bara vegna mín, og hún leyfði manni af svo óendanlegu örlæti að finna það. Allt lék í höndunum á Ingu ömmu, börn, föt, blóm, matseld, hvaðeina – og hún kenndi mér að umgangast þessa hluti af listfengi, virðingu og einlægni, að njóta þeirra og gleðjast yfir þeim. Listin umkringdi ömmu alla ævi hennar, bæði á eiginlegan og óeiginlegan hátt. Í hvítu stofunni hennar eru listaverk það eina sem er í lit, svartur flygill, málverk íslensku meistaranna, bækur, önnur hljóð- færi. En listin var líka samtvinnuð Ingu ömmu, karakter hennar og öllu hennar fasi. Hún lifði í listinni, and- aði með listinni. Hún var alltaf syngj- andi, alltaf lesandi, alltaf að upp- götva og sjá og skoða. Alltaf að leita fegurðarinnar, viskunnar, hins góða. Sem kennari gat hún miðlað af svo mikilli þekkingu, innsæi og ná- kvæmni. Hún kenndi mér svo ótrú- lega margt. Ég hugsaði svo oft til ömmu, þeg- ar eitthvað skemmtilegt var í vænd- um, þegar lífið umfaðmaði mig af gleði og gæsku. Þá hugsaði ég: Mikið gleðst hún amma mín með mér núna – ég hlakka til að deila þessari gleði með henni. Fáir glöddust af jafn- miklum innileik með manni á slíkum stundum. En það var ekki síður þeg- ar ég mætti erfiðleikum, hvort sem þeir voru jafnstórir lífinu sjálfu eða jafnvel örsmáir og hversdagslegir. Hvernig hefði hún amma mín höndl- að þessa stöðu í mínum sporum? Ég leitaði í huganum að svarinu og fann það rétta, taldi mig finna það. Og fyr- ir hennar tilstilli hafði ég oft gæfu til að breyta rétt og huggast. Það er ómetanlegt veganesti í lífinu að eiga svo sterka og góða fyrirmynd. Þetta veganesti hverfur ekki þó Inga amma mín sé núna látin. Þvert á móti lifir það með mér og er ein af dýrmætustu gjöfunum sem ég hef þegið. Allt það sem hún gaf af svo miklu örlæti lifir áfram í mér, í börn- unum mínum og okkur öllum sem þekktu hana. Amma og arfleifð hennar mun fylgja mér um ókomnar stundir. Þess vegna kveð ég hana í endalausri gleði og óendanlegu þakklæti fyrir allt það sem hún var og verður mér. Blessuð sé minning hennar alla tíð. Inga María Leifsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Ingu Þorgeirsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 ✝ Þór Jóhannssonvar fæddur 31. janúar 1925 á Siglu- firði. Hann lést 3. maí sl. Þór var sonur hjónanna Jóhanns Garibaldasonar verk- stjóra hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins og Önnu Gunnlaugs- dóttur húsmóður. Þór var elstur þriggja systkina, en hann lifa systkinin Jónína og Margeir Pétur. Á kvennrétt- indadaginn 19. júní 1949 kvæntist hann Elínu Rannveigu Eyfells, dótt- ur Ingibjargar Eyfells hann- yrðakennara sem rak verslunina Baldursbrá um árabil og Eyjólfs J. Eyfells listmálara. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur á lífi. Anna Kristín býr í New York í Bandaríkj- unum ásamt manni sínum Franco Marinai og eru dætur þeirra Ma- tilde Ella Nuvola og Chiara Ebe Isola. Sólveig býr í Torremolinos á Spáni ásamt manni sínum Antonio Tomé Ares og eru börn þeirra Manuel Thor, Ingibjörg Irena og Elisa Rakel. Ingibjörg Eyja býr í Enköping í Svíþjóð ásamt börnum sínum Elínu Elísabetu og Stefan Mikael. Elín og Martin Kimland maður hennar eiga synina Johan Oliver og Aron Henrik. Jóhann Garibaldi býr í Reykjavík og eru dætur hans Ása Kristín og Sigurdís Rós. Eyjólfur Einar lést árið 1988, en börn hans og Ingi- bjargar Jóhanns- dóttur eru Jóhann og Eyrún Harpa. Yngst- ur í hópi barna- barnanna er Thor Andri, sonur Ingi- bjargar og Thors Ólafs Hallgríms- sonar. Þór lærði hús- gagnabólstrun hjá Jó- hanni Stefánssyni meistara í hús- gagnabólstrun, sem gárungarnir kölluðu Jóa dívana, og vann um árabil við bólstrun hjá Gamla kompaníinu í Reykjavík og hjá Guðmundi Hall- dórssyni. Þegar tækifæri bauðst starfaði hann fyrir Síldarverk- smiðjur ríkisins víðsvegar um land- ið. Þór starfaði í áraraðir við hús- byggingar hjá Jóni Samúelssyni múrarameistara og varð eftirsóttur járnabindingamaður. Síðar tóku við verslunarstörf fyrst hjá G. Þor- steinsson og Jónsson og hjá Íselco, þar sem hann starfaði þar til hann fór á eftirlaun. Þór hafði mikinn áhuga á ferðalögum jafnt innan- lands sem utan og var lengi félagi í Ferðafélagi Íslands og um skeið formaður ferðafélagsins Útivistar. Þær voru ófáar vinnuferðirnar sem farnar voru í Þórsmörk til bygg- ingar skála félaganna þar. Þór verður jarðsunginn frá Ás- kirkju í dag, 10. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Það var líf og fjör í Sundunum á sjötta og sjöunda áratug síðustu ald- ar. Holóttar malargötur, skurðir, uppgröftur, hálfbyggð hús, flutt inn á málaðan steininn. Krakkar um allar götur, mömmur heima, pabbar alltaf að vinna. Kassabílar, sto og stórfiska- leikur, kartöflugarðar, Vatnagarðar, Kleppsströndin, Bítlarnir að öðlast frægð. Malt og appelsín hátíðar- drykkir, kjúklingur og svínasteik dýr og sjaldséður veislumatur, spaghetti bolognese framandi og spennandi og forréttindi að þekkja einhvern sem ferðaðist til útlanda því útlenskt nammi var fjársjóður. Þór og Elín voru meðal þeirra sem byggðu sér hús í Efstastundi á þess- um árum. Keypt var gamalt hús á góðri lóð og nýtt byggt. Þá var ekki borið fé á fólk, knékrjúpa þurfti fyrir bankastjórum til að fá lán og unnið var myrkranna á milli við húsbygg- ingar auk fullrar dagvinnu. Þór, eins og margir ungir menn þess tíma, var harðduglegur, í fastri vinnu, en sótti aukavinnu út um landið þegar færi gafst til að sjá fyrir stóru heimili sem Elín rak af miklum myndarskap. Þegar leikskólagöngu minni lauk við 6 ára aldur fór ég í dagfóstur til frænku minnar Elínar og þar sem móðir mín kenndi í Vogaskóla þótti eðlilegast að ég hæfi skólagöngu í Langholtsskóla. Var ég því heima- gangur hjá Elínu og Þór í Efstasundi í fjögur ár um miðjan sjöunda ára- tuginn. Þór var þúsundþjalasmiður eins og þeirra er getið í ævintýrunum. Hann var ákaflega vandvirkur og dverg- hagur, við bólstrun, húsasmíði, tré- smíði, flísalögn, dúklögn eða aðra iðn. Hann var listhneigður og hafði gam- an af því á sínum yngri árum að dýfa pensli í lit. Þór var af gamla skólan- um og fór vel með bæði muni og fé. Engu var kastað á glæ og alltaf mátti laga bilað húsgagn, leikfang eða verkfæri. Hann hafði unun af því að dunda í bílskúrnum og kom sér þar upp verkstæðisaðstöðu. Matjurta- garðinn ræktuðu þau alla tíð og eru ófáar kartöflurnar, næpurnar og róf- urnar sem komið hafa upp úr þeim reit. Þau Elín ráku sitt heimili af mynd- arskap, Elín hjartað og sálin, alla um- vefjandi með umhyggju og kærleika. Sérstaklega hafa barna- og barna- barnabörnin notið þess að eiga þar notalegt athvarf. Þess hefur dóttir mín einnig notið, því Elín og Þór hafa verið í afa- og ömmu-hlutverkinu vegna ótímabærs fráfalls foreldra minna fyrir rúmum tuttugu árum. Á seinni árum þegar börnin voru flutt að heiman og vinnuálagið minnkaði hafði hann unun af því að ferðast bæði í raun og í huganum og fóru þau Elín víða í tengslum við heimsóknir til dætranna og fjöl- skyldna þeirra. Þau voru í hópi þeirra Íslendinga sem hófu að ferðast til Spánar snemma á sjöunda áratugn- um með Guðna í Sunnu og Ingólfi í Útsýn. Þetta fólk færði ferska straum aftur til Íslands, m.a. með suðrænni matarmenningu. Þór átti við langvinn veikindi að stríða síðustu æviárin, en hugurinn var kvikur og ferskur fram á síðasta dag. Mjög hlýtt var á milli þeirra hjóna og stóð Elín eins og klettur við hlið hans alla tíð. Að leiðarlokum þakka ég umhyggju, hlýju og stuðn- ing í gegn um árin og bið Elínu og öll- um aðstandendum blessunar. Dóra. Þór Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.