Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
Vestia ehf., dótturfélag Landsbankans (NBI hf.)
og Atorka Group hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í
dreifingarfyrirtækinu Parlogis ehf.
Parlogis á sér langa sögu sem eitt helsta dreifingar-
fyrirtæki á vörum til íslensks heilbrigðiskerfis. Markaðs-
hlutdeild í dreifingu lyfja er yfir 30%. Fyrirtækið býr
yfir 4.000 fermetra sérhæfðu lagerhúsnæði, nútíma
upplýsingakerfum, þróuðum vinnuferlum og hæfu
starfsfólki.
Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu
og er opið öllum áhugasömum fjárfestum, sem
teljast fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um
verðbréfaviðskipti og sýnt geta fram á fjárfestingar-
getu umfram 300 milljónir króna.
Unnt er að nálgast frekari upplýsingar um sölu-
ferlið og tengd gögn, þ.e. kynningarblað, trúnaðar-
yfirlýsingu, og upplýsingaeyðublað fjárfesta á vefsíðu
Landsbankans, landsbankinn.is.
Frestur til að skila óskuldbindandi tilboði rennur út
kl. 16:00 fimmtudaginn 27. maí 2010.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
11
9
N
B
Ih
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n)
,k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
Dreifingarfyrirtækið
Parlogis til sölu
landsbankinn.is | 410 4000
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
KRISTILEGIR demókratar guldu
afhroð í sambandslandskosningun-
um í Nordrhein-Westfalen í gær.
Samkvæmt útgönguspám fékk
flokkurinn aðeins 34,3% atkvæða,
eða um 10% minna en í síðustu
kosningum. Frjálsir demókratar,
sem mynduðu stjórn sam-
bandslandsins með kristilegum
demókrötum, fengu 6,6%. Þar með
er samsteypustjórn flokkanna í
Nordrhein-Westfalen fallin. Sósíal-
demókratar fengu einnig um 34%
atkvæða en sigurvegarar kosning-
anna eru græningjar sem fengu
ríflega 12% atkvæða samkvæmt út-
gönguspám. Linke, flokkur rót-
tækra vinstrimanna, fékk yfir 5%
atkvæða og koma því manni að á
þinginu í Nordrhein-Westfalen.
Niðurstaðan hlýtur að teljast
reiðarslag fyrir Angelu Merkel,
kanslara Þýskalands og leiðtoga
kristilegra demókrata. Niðurstað-
an þýðir meðal annars að ríkis-
stjórn hennar mun ekki lengur
hafa hreinan meirihluta í efri deild
þýska þingsins. Þar með verður
erfiðara fyrir Merkel að koma í
gegn boðuðum efnahagsumbótum
ríkisstjórnar kristilegra demókrata
og frjálsra demókrata.
Fallandi loftvog
Stjórnmálaskýrendur líta á nið-
urstöðu kosninganna sem loftvog á
vinsældir ríkisstjórnar Merkel.
litla trú á að það muni breyta miklu
um erfiða stöðu Grikklands. Á
sama tíma og niðurstöður kosning-
anna birtust sátu fjármálaráðherr-
ar Evrópusambandsríkjanna á
fundi um hvernig megi afstýra enn
frekari hræringum á evrópskum
fjármálamörkuðum á næstunni.
bera kostnað vegna skuldavanda
annars evruríkis. Afhroð kristi-
legra demókrata í kosningunum er
rakið til stuðnings Merkel við fjár-
hagsaðstoðina við gríska ríkið. Út-
færsla neyðarlánsins var kynnt
fyrir viku en þróunin á mörkuðum
bendir til þess að fjárfestar hafi
Kosningarnar fóru fram aðeins
tveim dögum eftir að þýska þingið
samþykkti þátttöku Þýskalands í
110 milljarða neyðarlánveitingu til
gríska ríkisins. Aðstoðin er um-
deild í Þýskalandi og gætir gremju
meðal sumra kjósenda yfir því að
þýskir skattgreiðendur verði að
Reiðarslag fyrir Merkel
Kristilegir demókratar guldu afhroð í sambandslandskosningunum í Nord-
rhein-Westfalen Stjórn Angelu Merkel missir meirihluta í efri deild þingsins
Reuters
Vonbrigði Litið er á sambandslandskosningarnar sem mælistiku á vinsældir ríkisstjórnar Angelu Merkel. Ríkis-
stjórn hennar missir meirihluta í efri deild þingsins ef útgönguspár ganga eftir.
ERIC Holder,
dómsmálaráð-
herra Bandaríkj-
anna, sagði í gær
að yfirvöld hefðu
sannanir fyrir
því að talíbanar í
Pakistan hefði
staðið á bak við
misheppnað
sprengjutilræði við Times-torg í
New York á dögunum. Holder
sagði í vikulegum umræðuþætti á
ABC-sjónvarpsstöðinni að sönn-
unargögn bentu til þess að talíb-
anar hefðu fjármagnað og aðstoðað
Faisal Shahzad við skipulagningu
árásarinnar. Shahzad, sem er grun-
aður um að hafa komið sprengjunni
fyrir, var handtekinn fyrir viku.
Talíbanar í Pakistan
bak við sprengjutil-
raunina í New York
Shahzad er grunaður
um verknaðinn.
DÓMSTÓLL á
Indónesíu hefur
dæmt hinn sjötuga
Bakri Abdullah í
eins árs fangelsi
fyrir guðlast.
Bakri Abdullah
segist vera spá-
maður og að hann
hafi tvisvar verið
upphafinn til
himnaríkis. Slíkar staðhæfingar
stangast á við lög Indónesíu um
guðlast. Samkvæmt AFP-fréttastof-
unni á Bakri Abdullah sér nokkra
fylgismenn sem eru sannfærðir um
að staðhæfingar hans um himnafar-
ir árin 1975 og 1997 séu sannar. Það
kom ekki í veg fyrir ákæru en hann
var handtekinn í október í fyrra.
Spámaður dæmd-
ur fyrir guðlast
Bænahald
í Indónesíu.
Stjórnarmyndunarviðræður Íhalds-
flokksins og Frjálslyndra demókrata
í Bretlandi héldu áfram í gær.
Um kvöldmatarleytið í gær var
haft eftir William Hague, sem situr í
samninganefnd Íhaldsflokksins í við-
ræðunum, að fundir með fulltrúum
Frjálslyndra demókrata hefðu geng-
ið vel og að viðræðurnar hefðu verið
bæði „jákvæðar og uppbyggilegar“.
Fundarhöldin stóðu yfir í rúmlega
fimm tíma í gær og var stefnt að því
að þeim yrði haldið áfram eftir að
samningamenn hefðu sett flokksfor-
menn sína inn í stöðu mála. Talsmað-
ur Frjálslyndra demókrata lýsti við-
ræðunum með svipuðum hætti og
Hague.
Niðurskurður meginmarkmið
nýrrar stjórnar
Að sögn Hagues eru fulltrúar
beggja flokka sammála um að
meginmarkmið nýrrar stjórnar verði
að skera niður í ríkisútgjöldum og
koma á stöðugleika í efnahagsmál-
um. Breska ríkið er afar skuldsett
eftir aðgerðir í tengslum við fjár-
málakreppuna og á sama tíma hafa
skatttekjur dregist mikið saman
vegna minni umsvifa í hagkerfinu
vegna efnahagslægðar undanfarinna
ára. Ljóst má vera að fulltrúum
beggja flokka hafi verið umhugað
um að koma þeim skilaboðum áleiðis
áður en markaðir væru opnaðir, en
ótti fjárfesta við að stjórn sem hefur
veikan meirihluta í þinginu muni
taka við völdum hefur meðal annars
sett þrýsting á ávöxtunarkröfu
breskra ríkisskuldabréfa og leitt til
veikingar á gengi sterlingspundsins.
Formenn flokkanna tveggja, Dav-
id Cameron og Nick Clegg, sátu ekki
fundina í gær en hins vegar sagði
Breska ríkisútvarpið frá því að þeir
hefðu ræðst við í síma. Það var ekki
eini fundurinn sem Clegg átti í gær
en hann hitti Gordon Brown, for-
mann Verkamannaflokksins og for-
sætisráðherra. Haft var eftir tals-
manni forsætisráðherrans að Clegg
hefði sett Brown inn í stöðu mála í
stjórnarmyndunarviðræðunum og
að fundurinn hefði verið „vinalegur“.
Sem kunnugt er þá hefur Brown
biðlað til Frjálslyndra demókrata
um samstarf um myndun nýrrar
stjórnar fari viðræðurnar við Íhalds-
flokkinn út um þúfur. Eftir að ljóst
varð að enginn flokkur myndi fá
meirihluta á breska þinginu og
Frjálslyndir demókratar væru í
oddastöðu sagði Clegg að flokkur
hans myndi ræða fyrst við Íhalds-
flokkinn þar sem hann hefði fengið
flest þingsæti.
ornarnar@mbl.is
Segja viðræðurnar um
nýja stjórn „jákvæðar“
Frjálslyndir demó-
kratar og íhalds-
menn funda
Reuters
Beðið átekta David Cameron verður væntanlega forsætisráðherra verði
viðræður Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata leiddar til lykta.
Í HNOTSKURN
»Íhaldsflokkurinn fékk 306þingsæti í kosningunum á
fimmtudag. 649 þingmenn
sitja í neðri deild breska
þingsins.
»Verkamannaflokkurinnfékk 258 þingmenn kjörna
en Frjálslyndir demókratar
57.
» Íhaldsflokkurinn hefðiþurft að fá 326 þingmenn
kjörna til þess að hafa starf-
hæfan meirihuta í þinginu.