Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 Tilboð kr. 360.000 DUX CLASSIC 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm og fætur DUX VISTA CLASSIC PAKKI 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm/23cm fætur/ Vista höfuðgafl og Mathilda rykfaldur. Tilboð kr. 457.000 Ný sending Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com STÆRSTU eigendur í Líflandi hf. hafa óskað eftir að innleysa hluta- bréf í félaginu á genginu 2,5. Þór- arinn V. Þórarinsson lögfræðingur segir þetta gert vegna þess að einn aðili sé kominn með yfir 90% hlut í félaginu, en um 250 smáir hlut- hafar fari með liðlega 7% hluta- fjár. Lífland hét áður Mjólkurfélag Reykjavíkur. Það félag var sam- vinnufélag, en var breytt í hluta- félag fyrir nokkrum árum í kjölfar rekstrarerfiðleika og fékk þá nafn- ið Lífland. Langstærsti eigandi Líf- lands er Geri ehf. en stærstu eig- endur þess eru Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Þórir Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Líflands. Nafnvirði hlutafjár í Líflandi er um 160 milljónir. Þórarinn V. segir að það sé orðið mjög skakkt hlut- fall milli þeirra fjármuna sem þarna liggja og þess kostnaðar og umstangs sem felist í því að halda utan um þennan fjölda. Geta óskað eftir mati Þórarinn segir að þessi staða, að ráðandi aðili nýti sér ákvæði hluta- félagalaga um að innleysa hlutafé, komi upp á hverju ári. Ef smærri hluthafar séu ekki sáttir við verðið sem boðið sé geti þeir óskað eftir því við héraðsdóm að skipaðir séu matsmenn sem meti verðmæti fyr- irtækisins. Þórarinn segir að all- margir hluthafar hafi brugðist við bréfinu með jákvæðum hætti. Ef greitt er 2,5 á hlut verða samtals greiddar um 30 milljónir til þess- ara 250 hluthafa. egol@mbl.is Innleysa hlutabréf í Líflandi Einn aðili er kominn með 90% hlutafjár Morgunblaðið/RAX Lífland Líkur eru á að Geri ehf. eignist allt hlutaféð í Líflandi. SKJÁLFTAHRINAN á Reykjanes- hrygg, við Eldey og Geirfuglasker, sem hófst á föstudagskvöld virðist halda áfram. Upp úr kl. 18 í gær mældist einn skjálfti upp á nærri 2,9 stig, skammt vestsuðvestur af Eldeyjarboða. Tveir skjálftar á þessu svæði hafa mælst um 3 stig um helgina og nokkrir á bilinu 1-2 stig. Jarðskjálftar á þessum slóðum eru alvanalegir. Skjálftar á Reykjaneshrygg AUKNIR möguleikar til menntunar og endur- hæfingar, hjálparstarf og sveigjanleg velferðarþjónusta með skýr framfærsluviðmið sem öll verður veitt á einum stað. Þetta eru hugmyndir sem fram komu á þjóðfundi gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi sem haldinn var í gær. Fundurinn var haldinn í til- efni Evrópuárs sem helgað er þessu málefni og var skipulagður af stýrihópi félags- og trygg- ingamálaráðuneytis. Í dag er talið að um 30 þúsund Íslendingar lifi undir fátæktarmörk- um. „Hér hafa margar áhugaverðar tillögur komið fram. Nú stefnum við á að kynna þær og koma á framfæri til réttra aðila,“ segir Rún Knútsdóttir hjá félags- og tryggingamálaráðu- neyti. Foreldrafræðsla verði efld Yfir 80 manns tóku þátt í fundinum í gær sem var með þjóðfundarsniði og þar átti fólk í erfiðri stöðu kost á að ræða við til dæmis full- trúa í sveitarstjórnum um leiðir út úr vand- anum. „Það er von okkar að fundurinn skili raunhæfum hugmyndum og ábendingum um leiðir sem geti reynst gagnlegar í baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun á Ís- landi,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra. Aðrar tillögur sem nefndar voru á fundinum í gær voru að komið yrði á fót skiptivinnumark- aði og talsmanni bótaþega. Einnig að sett yrði upp framfærsluviðmið fyrir öll kerfi sem væru grundvöllur aðstoðar og fjárhagsviðmiða. Þá er lagt til að foreldrafræðsla og stuðningur við fólk með litla menntun verði efldur. sbs@mbl.is Vilja skýr framfærsluviðmið  Tillögur um skiptivinnumarkað, talsmann bótaþega og sveigjanlega vel- ferðarþjónustu á þjóðfundi gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi Gegn fátækt Frá þjóðfundinum í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.