Saga - 2002, Page 7
Formáli
Á aldarafmæli Sögufélags verður draumurinn um að fjölga tölublöðum
tímaritsins Sögu í tvö á ári að veruleika, en tímaritið hefur hingað til
verið ársrit. Haustheftið kemur nú út í fyrsta skipti, allfjölbreytt að efni.
Það hefst á ávarpi forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem hann
flutti á afmælishátíðinni í húsi Sögufélags hinn 7. mars síðastliðinn.
Ritstjórnarstefna tímaritsins er í stöðugri endurskoðun. Sú nýbreytni
er tekin upp hér að birta viðtal eins og stundum var gert í Nýrri sögu.
Prófessor Jurgen Kocka var einn þriggja gesta á 2. íslenska söguþing-
inu í vor og hitti Páll Björnsson hann að máli í Norræna húsinu og
ræddi við hann um stöðu sagnfræðinnar í Evrópu á okkar tímum,
hlutverk greinarinnar og framtíðarsýn. Það er stefna okkar að vera með
meira af slíku efni í framtíðinni.
Söguþinginu sjálfu eru svo gerð frumleg skil jafnt í máli og myndum
í grein Erlings Hanssonar og Margrétar Guðmundsdóttur. Greinin
vekur lesandarm á athyglisverðan hátt til umhugsunar um þær fjöl-
mörgu sögulegu staðreyndir sem verða til við vinnu og verk fræði-
manna, og hvemig þær eru breytingum undirorpnar. Söguþingin tvö
sem hingað til hafa verið hajdin, á árunum 1997 og 2002, eru spegill
fræðasamfélags sagnfræðinga á Islandi á þessum tíma, og verða eflaust
brunnur fyrir fræðimenn framtíðarinnar um strauma og stefnur.
Fræðilegar ritgerðir eru fimm að þessu sinni. Þorsteinn Helgason
ríður á vaðið með greinina „Sagan á skjánum". Þar er skyggnst á bak við
fyrirbærið „söguleg heimildamynd" og dregin upp mynd af því helsta
sem gert hefur verið á þeim vettvangi hér á landi imdanfarna áratugi.
Þorsteinn varpar fram spumingum eins og hvar skilin milli fræði-
mennsku og miðlunar liggja í sögulegum heimildamyndum og hvaða
lögmálum verk af þessu tagi lúta.
Tengsl skáldskapar og sannleika ber einnig á góma í grein Helgu
Kress, „Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar". Þar eru til umfjöll-
unar fyrstu sögulegu skáldsögurnar á Islandi, sögur Torfhildar Hólm,
og þær bornar saman við verk Halldórs Laxness. Torfhildur varð fyrst
til að velja sér sögulegar persónur og atburði til umfjöllunar í skáld-
sögur sínar og var brautryðjandi á Islandi á þessu sviði. Höfundur leiðir
hér saman hugmyndir þessara tveggja höfunda um verk sín, tengingu
hins sanna og ósanna, auk viðhorfa samtímans til skrifanna.
Sigrún Pálsdóttir ritar greinina „Bresk stjórnmál í ljósi íslenskrar
menningar". Þar skyggnist hún á bak við umræðuna um heimastjóm á
írlandi í lok 19. aldar og hvernig íslensk sjálfstæðisbarátta og tengsl
Islands við Danmörku fléttuðust inn í breska stjórnmálaumræðu.
Magnús Stefánsson hefur um áratugaskeið sinnt kirkjusögu og
sérstaklega beint sjónum sínum að sögu staðanna, rannsakað hvers