Saga - 2002, Page 17
SAGNFRÆÐIN STENDUR í MIÐJUM STRAUMI MENNINGARINNAR
15
- Þú ert fyrsti sagnfræðingurinn sem veitir þessari félagsvísinda-
stofnun forstöðu.
Já, en í rauninni má segja að þetta sé að sumu leyti rökrétt fram-
hald á starfsferli mínum. Ég tel einmitt að þetta sé gott tækifæri
fyrir mig til að opna augu félagsvísindafólks fyrir mikilvægi sagn-
fræðinnar og að sama skapi hvet ég þá sagnfræðinga sem ég leið-
beini til að ganga í smiðju greina eins og félagsfræði, stjórnmála-
fræði, hagfræði, þjóðfræði eða mannfræði.
- Hvað er það helst sem félagsvísindafólk getur lært af sagnfræðinni?
Mjög margt, til dæmis atriði eins og langtímaþróun. Ef maður
hugsar sögulega, þá skilur maður að vandamál samtímans eru
staðsett á tímaöxli, að það er eitthvað sem er „fyrir" og eitthvað
sem kemur á „eftir", maður getur skilgreint þau sögulega. Maður
skilur umbreytingu miklu betur og þess vegna óskar maður þess
að félags- og stjórnmálafræðingar fái vænan skammt af sögulegri
vitund, þannig að þeir geti betur tekist á við vandamál samtímans
sem þeir eru að greina. Þessi vandamál eiga auðvitað rætur í for-
tíðinni. Nefna mætti átökin í Austurlöndum nær, milli Palestínu-
manna og Israela, sem eru hluti af langri sögu. Sama er að segja
um Balkanskagann þar sem árhundruða gamlar minningar léku
mikilvægt hlutverk. Ætli maður að greina mestu átök samtíðar-
innar, þá verður maður að þekkja sögu þeirra. Ég hef það á tilfinn-
ingunni að félagsvísindin gætu stóraukið innsæiskraft sinn ef þau
yrðu sögulegri; í þeim efnum ætti Max Weber auðvitað að vera
félagsvísindamönnum sérlega góð fyrirmynd.
- Aðferðir félagsvísinda höfðu snemma mótandi áhrif á þig. Hvernig
kom það til?
Ég var hluti af hópi þýskra sagnfræðinga sem reyndi að blanda
saman sagnfræði og félagsvísindum á sjöunda áratugnum. Við
vorum undir áhrifum frá Karli Marx og hinni marxísku hefð
Frankfurtar-skólans en einnig frá Max Weber og nývæðingar-
kenningu (Modernizierungstheorie) hans. Við snerumst gegn sögu-
hyggjunni, því að stunda sagnfræði með þeim hætti sem þá hafði
lengi tíðkast, vildum vinna með kenningar á markvissan hátt,
beita greiningu. Við fengum ýmislegt að láni hjá grönnum okkar,
félagsvísindunum, breyttum og þróuðum frekar aðferðir þeirra,
meðal annars um stéttir, heimsvaldastefnuna og svo framvegis.