Saga - 2002, Page 18
16
PÁLL BJÖRNSSON RÆÐIR VIÐ JURGEN KOCKA
Þetta var hin nýja félagssaga, sem við kölluðum einnig „söguleg
félagsvísindi" (historische Sozialwissenschaft). Við reyndum að
vinna þessari gerð af sagnfræði brautargengi við háskólann í
Bielefeld. Þar stofnuðum við til dæmis tímaritið Geschichte und
Gesellschaft árið 1975 en undirtitill þess er einmitt Zeitschrift fiir
historische Sozialwissenschaft. Við vorum í minnihluta meðal sagn-
fræðinga og raunar hefur það ekki breyst. Ég er sannfærður um að
sagnfræðingar geta lært margt af því að starfa með sögulega sinn-
uðu félagsvísindafólki, sagnfræðin er jú frá vissu sjónarhomi séð
félagsvísindi í mjög víðri merkingu. Rannsóknir mínar um verka-
fólk, borgarastétt og fyrri heimsstyrjöld, svo að fátt eitt sé nefnt,
eru söguleg félagsvísindi. Raunar eru öll verk mín á þessum
landamærum sagnfræði og félagsvísinda.
- Hvað er það þá helst sem sagnfræðingar geta lært affélagsvísindun-
um?
Þar má nefna beitingu hnitmiðaðra og kerfisbundinna hugtaka,
eins og til dæmis borgaralegt samfélag. Það er ekki eitthvað sem
sagnfræðingar hafa fundið upp, heldur kom hugtakið fram í sam-
ræðum heimspekinga og félagsvísindafólks. Sagnfræðingar ættu
að taka það upp, laga að sínum aðferðum, og gera svo miðlægt í
eigin rannsóknum. Sama gildir um hugtökin nútímavæðing
(Modernizierung) og velferðarkerfið (Sozialstaat), aðgreining þjóð-
flokka (ethnische Differenzierung) og félagsmótun (Sozialisation).
Við getum lært tölfræðilegar aðferðir af þeim og það sama er að
segja um það sem kallað hefur verið „marglaga lýsing" (thick
description), sem hafði svo mikilvægu hlutverki að gegna í aðferð-
um hversdagssögunnar (Alltagsgeschichte), það er að segja sögu
hins daglega lífs, og annarra þjóðfræði- og mannfræðilegra undir-
greina sagnfræðinnar. Einn af frumkvöðlum menningarsögunn-
ar var félags-, þjóð- og mannfræðingurinn Clifford Geertz í
Princeton sem er enn eitt dæmið um þann ávöxt sem þverfagleg-
ar samræður og samgangur geta borið.
- Þú nefnir hversdagssöguna. Varstu ekki meðal gagnrýnenda henn-
ar?
Jú, það risu upp miklar deilur um hana á níunda áratugnum, ann-
ars vegar á milli manna, eins og mín, af eldri kynslóð iðkenda
félagssögunnar sem gagnrýndu hversdagssöguna, og hins vegar