Saga - 2002, Page 21
SAGNFRÆÐIN STENDUR í MIÐJUM STRAUMI MENNINGARINNAR 19
um ákveðið efni vita oftast hvar skilur milli skáldskapar og sagn-
fræði.
- Hefur breyttur bakgrunnur sagnfræðinga leitt afsér þessar breyting-
ar, til dæmis það aðfleirafólk úr minnihlutahópum ogfleiri konur hafa
lagt sagnfræðina fyrir sig?
Þetta er áhugaverð spurning. Við höfum fylgst með uppgangi
kynjasögunnar á áttunda og níunda áratugnum og hann er vissu-
lega afleiðing af fjölgun kvenna í stéttinni. Það er hins vegar erfið-
ara að útskýra framgang menningarsögunnar nýju þar sem lögð
er ofuráhersla á tungumálið (the linguistic turn); menningin hefur
átt slíkri velgengni að fagna að undanförnu í rannsóknum fræði-
manna, bæði sem hugmynd og fyrirbæri. Ég held að það sé tíðar-
andinn allt í kringum okkur, í heimspekinni og bókmenntunum,
sem hefur breytt sagnfræðinni í þessa veru. Þankagangur samtím-
ans hefur áhrif á sagnfræðinga, hugmyndastraumar samtíðarinn-
ar. Sagnfræðin stendur í miðjum straumi menningarinnar, hún
sækir næringu í lífið í kringum okkur, hið andlega, pólitíska og
svo framvegis. Á 19. öld var sagnfræðin nátengd uppgangi og
myndun þjóðríkisins, hún var þátttakandi í togstreitu 20. aldar
milli einræðis og lýðræðis, og nú fæst sagnfræðin við þá grund-
vallarbreytingu sem tengist hraðri hnattvæðingu og hvernig hún
opnar nýjar leiðir til nánari samskipta milli menningarheima en
jafnframt aukinna átaka og spennu milli þeirra. í þessu skiptir
menningin sjálf miklu máli en ekki eingöngu efnahagslífið þótt
maður verði auðvitað að segja eins og er, að efnahagsmálin
skipta miklu máli vegna hinnar óumdeilanlegu sigurgöngu
kapítalismans í heiminum. í þessu sambandi hlýtur maður að
spyrja sig hvort þeir sagnfræðingar sem leggja ofuráherslu á
menningarsöguna muni ekki fara á mis við sitthvað, nefnilega
hið efnahagslega. Hagsagan hefur orðið fómarlamb þessa menn-
ingarlega umsnúnings í sagnfræðinni og við þeirri þróun vil ég
vara.
- Þú vilt leggja áherslu á hina hagrænu krafta?
Já, þá má maður alls ekki varuneta. í Þýskalandi, þar sem ég þekki
best til, verður maður var við ákveðið áhugaleysi sagnfræðinga
gagnvart hinu hagræna, á skortinum og markaðnum, vegna þess
að þeir horfa um of á menninguna, táknin, helgisiði og hátíðir,
skynjunina.