Saga - 2002, Page 47
SAGAN Á SKJÁNUM
45
„Sagan er nýja rokkið og rólið í sjónvarpinu," segir einn sjón-
varpsfrömuður í hrifningu sinni.4
Hvað er söguleg heimildamynd? Það er heimildamynd sem
fjallar um sögulegt efni, þ.e. efni sem talið er sögulegt þegar
myndin er gerð. Þetta hefur oftast í för með sér að myndin er að
einhverju leyti sett saman úr eldra myndefni þó að einnig sé kvik-
myndað í núinu, svo sem minjar fortíðar, viðtöl við fólk og aðrar
athafnir sem tengja nútíð við fortíð. Eldra myndefnið getur annars
vegar verið kvikmyndir og ljósmyndir svo langt sem þær ná og
hins vegar aðrar myndgerðir þegar þessum sleppir.
Samanburður á efnisvali í heimildakvikmyndum og fræðiritum
myndi vafalaust sýna nokkurn mun. Engu að síður hafa sömu
vindar blásið á báðum sviðum. Síðustu árin hefur þetta haft í för
með sér að fjölgað hefur sögulegum heimildamyndum sem eru
persónulegar, fjalla um einstaklinga og hversdagslíf.5 Innan
ramma efnisins sem valið er geta efnistökin og áherslurnar verið
mismunandi, rétt eins og í fræðigrein eða skáldverki.
Sögulegar heimildamyndir eru staddar miðja vegu milli tveggja
póla, sagnfræði og skáldskapar. Stundum verður togstreita á milli
þeirra.
Á sagnfræðin að ráða ?
Sagnfræðileg rannsókn, til að mynda doktorsritgerð, er iðulega
eins manns verk, allt frá því að áhugi kviknar á viðfangsefninu,
spurningar koma upp, glímt er við heimildir og til þess að verkið
liggur fyrir til almennrar notkunar, oftast í samfelldu, rituðu
formi. Kvikmyndagerð er sjaldan með þessum hætti.6 Stæðilegar
4 ,History is the new rock and roll of television", Jonathan Link, „The Evolu-
tion of A&E", bls. 32.
■ 5 Synnove Kjærland og Torben Blankholm, Fat om dokumentarfilm, bls. 11,
27-29. Um stefnur og strauma í gerð heimildamynda er fjallað í mörgum
greinum í nýju tölublaði tímarits sem Det Danske Filminstitut gefur út,
Kosmorama, sumarið 2002.
6 Auðvitað eru til undantekningar frá þessu. Með stafrænum og viðráðan-
legum tækjum getur einn maður gert nánast alla hluti í heimildamynd.
Sömuleiðis eru sagnfræðilegar rannsóknir stundum unnar af hópi manna
en þetta er ekki meginreglan.