Saga - 2002, Page 48
46
ÞORSTEINN HELGASON
heimildamyndir um söguleg e£ni á vegum stöndugra aðila út-
heimta heilan her manns - framleiðendur, handritshöfunda, sagn-
fræðilega ráðgjafa, myndráðgjafa, stjórnanda, kvikmyndatöku-
menn, klippara, tónskáld, jafnvel leikstjóra með förðunarmeistur-
um og búningahönnuðum ef sviðsett er. Hér eru þó ekki allir tald-
ir. Þegar allt gengur vel tryggir þessi verkaskipting fagleg vinnu-
brögð á öllum sviðum. En hér getur auðveldlega orðið slagsíða í
ýmsar áttir. Hver er höfundur verksins við þessar aðstæður? Verð-
ur sagnfræðileg röksemdafærsla ráðandi eða nær skáldleg S}m
stjórnandans yfirhöndinni? Eða fær hver um sig sinn afmarkaða
reit - sagnfræðin er framreidd af þar til gerðum sagnfræðingum
sem birtast prúðbúnir á skrifstofum sínum (talking heads, eins og
þeir eru kallaðir í kvikmyndagerðinni), stjórnandi fer á sprett þess
á milli og handritshöfundurinn nær sér á strik í þulartexta?
Ein lausn á þessum vanda er að skilgreina hver sé höfundurinn
og þjóna síðan markmiðum hans. Önnur lausn á vanda verka-
skiptingarinnar er að fækka hlutverkunum og leyfa sérfræðingi á
einu sviði að skipta sér af öðrum sviðum. Þetta var til dæmis gert
þegar hinn velþekkti sagnfræðingur Simon Schama var fenginn til
að taka þátt í gerð heimildamyndaflokks um sögu Bretlands. Þeg-
ar hann loks samþykkti hlutverkið vildi hann hafa það víðtækt,
hann vildi hafa hönd í bagga með flestum hliðum verksins allt frá
fyrstu drögum og vali á tökustöðum til klippingar, tónlistar og
ákvörðunar um lesendur texta.7 Gengið var að skilmálum Simons
Schama þó að honum væri vel kunnugt að afstaða margra mynda-
framleiðenda væri sú sem hann fékk sem andsvar í annað skipti:
„Hvað, að hleypa prófessorunum inn í klippiherbergið? Ekki
meðan ég lifi."8
Þegar rannsakandinn hefur forsögu um myndina er líklegra en
ella að hún snúist um ákveðið inntak en sýni ekki einungis glæsi-
legt yfirborð. Það tryggir líka að öðru jöfnu að sannleikurinn sé
virtur að því leyti sem hægt er nálgast slíkt fyrirbæri. Það getur til
dæmis snúist um að ljósmynd eða kvikmynd sé ekki notuð til að
sýna aðstæður á allt öðrum tíma en hún á við. Slíka ónákvæmni
koma sagnfræðingar í veg fyrir enda búa þeir yfirleitt yfir meiri
7 Simon Schama, „The Burden of Television History".
8 „What, let academics into the cutting room? Over my dead body." Simon
Schama, „The Burden of Television History", bls. 10.