Saga - 2002, Page 50
48
ÞORSTEINN HELGASON
og eðli þeirra höfð að leiðarljósi. í sumum sögulegum heimilda-
myndum virðist fremur gengið út frá myndlegri sýn heldur en
efnislegu inntaki. Þannig virðist þessu t.d. farið í dýrum þriggja
þátta flokki um fyrstu aldir íslams, Islam, Empire ofFaith. Bygging-
ar eru myndaðar á hugvitssamlegan hátt og talsvert er um sviðsett
atriði. Framleiðandi og stjórnandi myndarinnar segja að útgangs-
punkturinn hafi verið sá að nota myndaðferðir sem venjulega sé
beitt í leiknum bíómyndum, þ.e. að setja á svið í stórum stíl með
dýrri umgjörð. Síðan lýsir stjórnandinn því nánar hvers konar
kranar voru notaðir til að fljúga með tökuvélina um byggingam-
ar.n Sumir gagnrýnendur kunnu vel að meta þessa nálgun og tala
af hrifningu um „draumkennda blöndu af sögulegum sviðsetn-
ingum, viðtölum við fræðimenn og þularlestur leikarans Bens
Kingsleys."12 Um inntakið segir fátt á vefsíðum, sem gerðar voru
til kynningar á myndinni, nema að það spanni meira en þúsund
ár og nái um víða veröld.
Mynd af þessu tagi getur haft sitt gildi en þar er ekki reynt mik-
ið til að kafa á djúpið, spyrja spurninga, draga hluti í efa, ætla
áhorfandanum að velta vöngum - en allt eru þetta markmið sem
sagnfræðingar hafa iðulega í huga í ritum sínum. Er rúm fyrir slík
markmið í sögulegri heimildamynd í sjónvarpi? Þarna er komið
að klassísku ágreiningsefni vegna þess að sögulegar heimilda-
myndir eru staddar miðja vegu milli fræðimennsku og kvik-
myndalistar. Kvikmyndamönnunum er umhugað um að sagan
„geri sig", að myndin dragi til sín athygli, heilli sem allra flesta og
skemmti þeim. Fræðimennirnir vilja að efnistökin séu „kórrétt",
að ekki sé hallað réttu máli en líka að heimurinn sé ekki einfald-
aður um of, að áhorfandinn sé ekki mataður á skoðunum og fái
sjálfur svigrúm til að hugsa. Þessi sjónarmið togast auðveldlega á.
Fíins vegar er það mikil ögrun að reyna að sameina þau.
Til þess að söguleg heimildamynd falli áhorfendum í geð þarf
að uppfylla nokkur skilyrði, þar á meðal að efnið sé skiljanlegt en
jafnframt að það gefi nýjar upplýsingar og upplifun. Nú er þekk-
ing manna misjafnlega mikil og það sem er nýtt fyrir einum er
11 Robert Gardner, „The Making of Islam: Empire of Faith".
12 „a dreamy mix of historical reenactments, scholarly interviews, and narra-
tion by actor Ben Kingsley", segir gagnrýnandi á Christian Science Monitor,
„Islam: Empire of Faith Wins Praise From Critics and Viewers".