Saga - 2002, Page 51
SAGAN Á SKJÁNUM
49
gamalkunnugt fyrir öðrum. Getur sjónvarpið gert annað en að
tyggja gömul sannindi sem eru ný fyrir þeim sem ekki hafa frétt
af þeim? Þetta er álit sumra sem fást við myndagerð af þessu tagi.
Þannig segir framleiðandi heimildamyndaflokks í 26 þáttum um
seinni heimsstyrjöldina, The World at War, að sagan á skjánum sé
ólíkleg til að vera nýstárleg (innovative) þar sem hún sé miðuð við
almenning. Hann geti ekki ímyndað sér að í neinum hinna 26
þátta hafi komið fyrir heilsteyptar hugmyndir (doctrines) sem ekki
voru hverjum starfandi sagnfræðingi þegar kunnar.13 Má vera að
seinni heimsstyrjöldin hafi virst svo þaulkönnuð þegar árið 1975,
þegar þetta var ritað, að sjónvarpsmynd geti síst orðið „innova-
tive", ekki síst þegar höfundurinn takmarkar nýjungarnar við
„doctrines". Er hér kannski á ferðinni þröngur skilningur á því
hvað sé nýtt, nýstárlegt og frumlegt?
Ekki stendur heldur á kveinstöfum sagnfræðinga yfir einföld-
unum og hálfkveðnum vísum í sjónvarpssagnfræði:
Heimildamyndir búa við tvöfalt harðræði - sem jafngildir hug-
myndafræði - að alltaf þurfi að vera mynd til staðar og sífelld
hreyfing. Og vei þeim þáttum sögunnar sem hvorki er hægt að
myndskreyta né þjappa saman í snarheitum.14
Um leið og sagnfræðingarnir kvarta gleyma þeir stundum að þeir
stunda þetta sjálfir í ritum sínum þó að takmarkanir og siðareglur
þeirra geti verið af öðru tagi. Bandaríski sagnfræðingurinn
Hayden White er þekktur fyrir skarplegar athuganir sínar á formi
sagnfræðilegrar umfjöllunar og hann sér ekki grundvallarmun á
kvikmynd og riti:
Engin saga, hvort sem er myndræn eða í orðum, „speglar"
alla eða meiripart þeirra atburða og atriða sem ætlunin er að
segja frá, og þetta gildir einnig um hina afmörkuðustu
„einsögu". í allri ritaðri sögu er þjappað saman, hnikað til,
13 Jerry Kuehl, „History on the Public Screen II", The historian and fihn,
bls. 183.
14 „the documentary bows to a double tyranny - which is to say, an ideology
- of the necessary image and perpetual movement. And woe to those
aspects of history that can neither be illustrated nor quickly summarized."
Robert Rosenstone, „History in Images/History in Words: Reflections on
the Possibility of Really Putting History onto Film", bls. 1180.
4-SAGA