Saga - 2002, Qupperneq 52
50
ÞORSTEINN HELGASON
tákngert og skilyrt, nákvæmlega eins og tíðkast í kvikmynda-
gerð.15
Myndskeiðaraðir, klippingar og nærmyndir eru tæki sem nota má
á jafnáhrifaríkan hátt til að færa boðskap fram (predicate) rétt eins
og málsgreinar og setningar, segir Hayden White. Auk þess megi
ekki gleymast að síðan talmyndir komu til sögunnar megi nota
hið talaða orð til hjálpar við sundurgreininguna.16
Hayden White álítur sem sé að kvikmyndir (og sjónvarp) geti
komið vitrænum boðskap á framfæri en hitt er ekki óalgengt álit
að sjónvarpið sé í eðli sínu forheimskandi. í svolítilli ritdeilu um
gildi myndmiðla og bóka, sem birtist í íslensku dagblaði árið 1994,
var sjónvarpinu lýst sem „altari meðalmennskunnar á hverju
heimili" en bókin var talin færust um að stuðla að gagnrýninni og
virkri hugsun, fjölbreyttri þekkingu, sjálfstæði o.s.frv.17 Á móti var
haldið fram því sjónarmiði að það væri sama fólkið sem læsi bæk-
ur og horfði á sjónvarp á Islandi, hér væri því „hroki miðlanna" á
ferðinni:
Því miðlamir eiga að lifa saman en ekki hver gegn öðrum:
menningin snýst fyrst og fremst um inntakið, efnistökin, það
sem menn hafa að segja en ekki það hvaða miðil menn velja
sér.18
Miðlarnir eru að sjálfsögðu ólíkir. Heimildamynd í sjónvarpi er
annað en fræðilegur texti á prenti. Hin fyrrnefnda býr við þá
hörðu skilmála að hún hefur ákveðinn og knappan tímaramma og
að hún þarf að vekja áhuga fjölda fólks. Innan þessara skilmála er
engu að síður hægt að koma fjölmörgu að, ekki bara einföldunum
og gauragangi heldur líka blæbrigðum, vafamálum og dýpri rót-
15 „No history, visual or verbal, „mirrors" all or even the greater part of the
events or scenes of which it purports to be an account, and this is true even
of the most narrowly restricted „micro-history". Every written history is a
product of processes of condensation, displacement, symbolization, and
qualiflcation exactly like those used in the production of a filmed repre-
sentation." Hayden White, „Historiography and Historiophoty", bls. 1194.
16 White, Hayden, „Historiography and Historiophoty", bls. 1196. White hef-
ur haldið áfram að hugsa um tengsl skáldskapar, bíómynda og heimilda-
mýnda (og atburða), sjá Hayden White, „The modemist event".
17 Friðrik Rafnsson, „Af lestrargæðingum", Morgunblaðið 13. sept. 1994.
18 Einar Heimisson, ,,Af innihaldsleysi", Morgunblaðið 16. sept. 1994.