Saga - 2002, Page 53
SAGAN Á SKJÁNUM
51
um mála.19 En þá þarf að hugsa á öðrum nótum en í fræðigrein-
inni, ekki að kenna miðlinum um heldur að hugsa um kosti hans
og nýta þá til að upplýsa, velta vöngum, skemmta, hrella og
hugga. Það gleymist stundum að í hálftíma eða klukkutíma langri
heimildamynd getur verið saman komið svo mikið efni, upplýs-
ing, boðskapur, umhugsunarefni, fegurð, list o.s.frv. að manni
verður spurn hvort jafnlangur lestur á bók hafi ávallt vinninginn.
Listræn skemmtun í sögulegri heimildamynd
Heimildamynd í sjónvarpi er annars eðlis en fræðitexti og fræði-
texti er af öðru sauðahúsi en skáldverk. Engu að síður hafa fyrr-
nefndu tegundirnar tvær margt sameiginlegt með skáldskap. Vel
má rökstyðja að sagnfræðileg rit séu bókmenntaverk og verði því
dæmd í ljósi ýmissa eiginleika slíkra verka.20 Þetta gildir þó í enn
ríkara maýi um sögulegar heimildamyndir. Að hluta til er það
vegna þess samhengis sem þær birtast í. Þær verða að öðru jöfnu
að falla stórum hópi í geð vegna þess að þær eru sýndar í sjón-
varpi sem byggir fjárhagsgrundvöll sinn á því að sem flestir horfi
á efnið og líki við það. Nú eru að vísu komnar til sögunnar sér-
hæfðar stöðvar og rásir sem helga sig þessum tegundum mynda
en áhorfendahópurinn er engu að síður miklu breiðari en sá
fámenni söfnuður sem les fræðileg rit. Söguleg heimildamynd
verður því að sýna viss listræn skemmtunartilþrif (sem til dæmis
þessi grein þarf ekki að skarta) svo að álitlegur hópur nenni að
horfa á hana.
19 Hér er vísvitandi mælt gegn skoðun hins ágæta bandaríska sagnfræðings,
Theodores K. Rabbs, eftir bitra reynslu hans af ráðgjöf við gerð heimilda-
myndar um endurreisnina: „Academics deal in nuances, qualifications,
and subtle distinctions, while film makers seek broad strokes, drama, and
simple, vivid ideas." Tilv. hjá Bobert Brent Toplin, „The Filmmaker as Hi-
storian", bls. 1211.
20 Um þetta hefur Hayden White fjallað af mestri elju og víkur að því í grein-
inni sem áður var vitnað í, „Historiography and Historiophoty". Danski
kvikmyndafræðingurinn Karsten Fledelius hefur lagt áherslu á skyldleika
lista og vísinda í viðtali um kvikmyndir og sagnfræði, Eggert Þór Bem-
harðsson og Gunnar Þór Bjarnason, „„Sagnfræðingar verða að þekkja sinn
vitjunartíma." Rætt við Karsten Fledelius um kvikmyndir og sagnfræði,"
bls. 60.