Saga - 2002, Page 55
SAGAN Á SKJÁNUM
53
hægri en áður en varir hverfur liturinn og svarthvítir hermenn
úr Þýskalandi Hitlerstímans koma þrammandi frá hægri. Þessi
„kontrapúnktíska" andstæðuaðferð einkennir myndgerðina, þular-
textann og heyrist einnig í tónlistinni sem Hanns Eisler, samverka-
maður Brechts, samdi við verkið. Hún verður fínlegust þegar fjall-
að er um mestan óhugnað. Myndin upplýsir en er samt í spurnar-
tón því við getum ekki skilið nema að litlu leyti það sem fram fór
og ástæður þess. Resnais fjallaði mikið um minni, minningu og
gleymsku í myndum sínum en sjaldan eins meitlað, hóf- stillt og
hnitmiðað og í hálftíma löngu heimildamyndinni Nótt og þoka.22
Heimurinn fyrir daga kvikmyndanna
sýndur í heimildamynd
Yfirgnæfandi meirihluti sögulegra heimildamynda fjallar um efni
frá síðustu 150 árum. Þetta stingur í stúf við viðfangsefni sagn-
fræðinga sem dreifast miklu jafnar á tímabil mannsins á jörðinni.
Astæðan fyrir þessum mun er einföld. Kvikmyndir úr sögu síð-
ustu tíma geta byggst á kvikmyndum og með hjálp ljósmynda er
hægt að teygja sig nokkuð lengra aftur í tímann. Þegar komið er
aftur fyrir miðja 19. öld er þessi sjóður upp urinn. Þar er heim-
urinn og sagan fyrir daga ljósmyndanna, „pre-photographic
history". Hvað er til ráða fyrir þá sem ætla að fjalla um „for-
ljósmyndatímann" í sögulegri heimildamynd? í stuttu máli má
telja meðulin vera þessi: sviðsetningar, landslag, myndlist, mannvirki,
tölvugrafík, leiðsögumenn og viðtöl. Lítum á hvert tæki fyrir sig.
Síðustu árin hafa litið dagsins ljós sögulegar heimildamyndir
sem byggjast á viðamiklum sviðsetningum, atvinnuleikurum sem
eru í aðalhlutverkum, hundruðum eða þúsundum aukaleikara
sem streyma út á vígvellina í viðeigandi búningum ásamt munum
og byggirjgum sem tilheyra stað og stund sem verið er að endur-
skapa. Stundum gefur þessi aðferð góða raun en gæðin fara ekki
22 Mikið hefur verið fjallað um þessa mynd Resnais, m.a. í bók Raskins sem
nefnd er hér á undan. Góð leiðbeining um myndina er Klas Viklund, Natt
och dimma. Filmhandledning. Marghliða greining á þessari mynd ásamt
heimildamyndaflokkinum Shoah og leiknu myndirtni Schindler's List er hjá
Vincent Lowy, L'histoire infilmabie. Nýrra dæmi er Soren Birkvad, „Langt
væk og tæt pá. Nat og tdge i ofrets árhundrede".