Saga - 2002, Page 61
SAGAN Á SKJÁNUM
59
Landslag, manngert eða minna snortið, ásamt mannvirkjum,
misjafnlega heillegum, er efniviður í flestöllum sögulegum heim-
ildamyndum. Fortíðin átti sér stað í einhverju rými og eðlilegt er
að aftur sé sótt í þetta sama rými ef það er enn til staðar. Landslag-
ið, sem var umgjörðin um atburði fortíðar, getur vakið söguna til
lífs en stundum er treyst um of á það þar til það þrýtur mál og
stendur mállaust fyrir framan áhorfandann án þess að vekja hug-
renningar um það sem var.
Alkunnugt er að misjafnlega mikið stendur áþreifanlegt eftir af
fortíðinni. Sem dæmi má nefna að torfbæirnir, sem voru heim-
kynni íslendinga um aldir, eru flestir horfnir af yfirborði jarðar. Af
timburhúsum stendur talsvert og ákveðinnar tilhneigingar gætir
til þess að láta þau standa sem fulltrúa fyrir „gömlu dagana" þó
að timburhúsatímabilið sé ekki mjög gamalt í íslandssögunni og
að það hafi staðið stutt. Þegar torfbæir, sem enn standa, eru kvik-
myndaðir gefa þeir flestir hverjir lúna og dapurlega mynd af
híbýlum manna. Rústir í nútímanum eða úreltir þættir í lifnað-
arháttum nútímamanna gefa oft skælda mynd af því lífi sem
almennt var lifað áður fyrr. Gísli á Uppsölum, sem frægur varð í
Stiklum Ómars Ragnarssonar árið 1981 var ekki fyrri alda maður
leiddur fram í dagsljósið á tuttugustu öld í híbýlum fyrri alda
heldur sérkennilegur utangarðsmaður.
Síðustu árin hefur kvikmyndagerðarmönnum bæst liðsauki
sem skapar nýja möguleika á að skoða fortíðina fyrir daga vél-
raenna mynda. Það eru tölvur og forrit til að smíða þrívíddarrými
og láta hluti fortíðar fara af stað í því rými. Tölvurnar skapa ekki
þessa hluti frá grunni heldur verður að sækja þá eða fyrirmyndir
þeirra í minjar fortíðarinnar. Á grundvelli þeirra eru smíðuð
tölvuskip, tölvuhús, tölvufólk. Þetta krefst mikillar handavinnu,
þolinmæði og hugkvæmni en forritin hjálpa til við að ýta hlutun-
um á flot þegar sköpunarverkinu, sem mannshöndin verður fyrst
að leysa af hendi, er lokið. Og tölvurnar vinna ekkert verk til enda
hjálparlaust en með þessum aðferðum skapast nýir möguleikar til
innlifunar, til glöggvunar á samhengi og nýjar spurningar geta
vaknað. Tölvugrafíkin er ekki sjálfkrafa leið til þessara hluta held-
ur aðeins möguleiki. Mörgum hefur orðið hált á svellinu með því
að vinna grunnvinnuna ekki nógu vel eða að gleyma sér í yfir-
horðsáferð og brellum sem þjóna ekki inntaki verksins. Með
tölvugrafík er hægt að sýna heildstæða blekkingarmynd sem líkir