Saga - 2002, Page 62
60
ÞORSTEINN HELGASON
eftir tökuvél við náttúrulegar aðstæður en hana er einnig hægt að
nota sem vísvitandi tilbúning til að tefla saman nútíð og fortíð og
skoða tilgátur og hugmyndir.
Langflestar sögulegar heimildamyndir hafa þul sem rekur þráð
sögunnar, útskýrir og hugleiðir. Þetta getur verið hið besta mál ef
vel er á haldið og hvað styður annað í samverkandi heild, texti,
mynd og hljóð. í máli þularins eru einnig gryfjur sem hægt er að
detta í. Algeng er sú að alvitur þulurinn malar í það óendanlega,
veit allt, skilur allt og útskýrir það augljósa: „Nú stígur Jón á hest-
inn." Áheyrandinn og áhorfandinn fær ekkert svigrúm, skilning-
ur hans, tilfinning og ímyndunarafl er skipulagt fyrirfram í smá-
atriðum. Þulartexti í sögulegri heimildamynd er sui generis, hann
er ekki bókartexti, ekki ræða, ekki talmál. Hann er í samspili við
myndina, kallast á við hana, þjónar henni, stundum sjálfstæður í
vísvitandi mótspili við myndina. Hann hefur sinn stíl - ljóðrænan,
harkalegan, skýrslulegan, háleitan - allt eftir stíl verksins í heild
hverju sinni. Tími textans er útmældur og skapar honum umgjörð
þar sem rétt hrynjandi þarf að verða til. Þulurinn hefur einnig
rödd og sú rödd er mikilvægt lóð á vogarskálar verksins.
Margir þættir þurfa að falla saman þegar gerð er söguleg heim-
ildamynd sem ekki byggist á sviðsetningum eða gömlum kvik-
myndum. Slíkt verk minnir á bútasaum þar sem einstakir hlutar
fá að njóta sín en mynda að lokum frjálslega en samstæða mynd.
Sögulegar heimildamyndir á íslandi
Heimildamyndir um sögulegt efni eru afkvæmi sjónvarpsins á Is-
landi eins og annars staðar þó að gerð þeirra eigi sér forsögu - og
stundum hliðartilveru - í kvikmyndahúsum eins og dæmið af
Nótt og poku sýnir. Brautryðjendur kvikmyndagerðar hér á landi
gerðu heimildamyndir um samtíma sinn. I myndum um gömul
vinnubrögð voru Vigfús Sigurgeirsson, Ósvaldur Knudsen og
fleiri í eins konar björgunaraðgerðum og með vissum hætti að
teygja sig inn í fortíð sem var lifandi í nútíðinni. Með sjónvarpinu
urðu hins vegar til heimildamyndir þar sem skipulega er fjallað
um söguleg efni. Ávallt síðan hefur þessi gerð sjónvarpsmynda átt
vinsældum að fagna hér á landi.
Til hafa orðið sögulegar heimildamyndir af ýmsum tagi með
mismunandi efnistökum. Nokkuð viðamiklar þáttaraðir hafa séð