Saga - 2002, Page 69
SAGAN Á SKJÁNUM
67
Þulartexti myndarinnar er áhrifamikill, tilfinningaþrunginn, oft
meitlaður og með vísanir í bókmenntir og menningu á ýmsum
tímum. í munni Róberts Arnfinnssonar verður hann ákaflega
sannfærandi. Sviðsetningar í myndinni eru nokkrar en einfaldar.
Fólki er stefnt saman í fábrotnum klæðnaði án þess að reynt sé að
líkja nákvæmlega eftir réttum fatnaði ákveðins tíma. Það er látið
þramma yfir snjó og ófærur eða sýnt í nærmynd, litir gerðir
móskulegir og allt sett í hægagang. Tónlistin er mjög vel valin,
dimmir tónar Sjostakóvits eru eins og harmagrátur úr Gúlaginu,
hinu neðsta víti Húsavíkur-Jóns sem ísland var á fyrri öldum í frá-
sögn Baldurs Hermannssonar.
Þjóð í hlekkjum hugarfarsins er sterkt innlegg í umræðu um menn-
ingu, sögu og þjóðfélag á íslandi og lýsir ákafri réttlætiskennd og
hluttekningu svo að kalla mætti Weltschmerz. Menn geta verið
ósammála söguskoðuninni sem kemur þar fram og fundið að ótal-
mörgu í framsetningurmi en myndin er engu að síður sterk í
formi, beinskeytt að inntaki og áhrifaríkt framlag til umræðu um
sjálfsmynd og söguskoðun íslendinga.
Myndin Endurreisnin og almúginn, sem Birgir Sigurðsson á
drýgstan þátt í og sýnd var í Sjónvarpinu árið 2000, ber vissan
skyldleika við Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Báðar eru myndirn-
ar stórar í sniðum miðað við þessa gerð mynda, sú fyrri í þrem
þáttum og sú síðari í fjórum; hver þáttur um klukkutíma lang-
ur í hvoru tilviki. Báðar myndirnar fjalla um sögu íslands á löngu
tímabili sem litið er á sem eymdarskeið. Skýringar á hinni meintu
eymd og lækningu hennar eru hins vegar nokkuð ólíkar. Birgir sér
óvininn í útlöndum, í ofríki og græðgi Dana, en lýsir því hvernig
upplýsingastefnan og bestu fulltrúar hennar á íslandi hafi kveikt
Ijósið í myrkrinu sem leiddi íslendinga loks úr svartnættinu.
Fræðimenn, sem láta álit sitt í ljós í myndinni, draga að vísu nokk-
uð úr þessari meginskýringu.
Gagnrýna má vissa ónákvæmni í Endurreisninni þegar leitað er
eftir rökum til að útmála ástandið. Um tímann eftir siðaskipti seg-
*r meðal annars: „Nú rann allur arður af þessu búi [konungsjörð-
um], landskuldir, leigugjöld og tollar beint í ríkiskassann í Kaup-
mannahöfn, ekkert kom á móti." Þarna yfirsést að löggæsla, varn-
h landsins, skólastyrkur á Garði í Kaupmannahöfn og fleira kom
sannanlega kom á móti.
Þó að myndefni sé fjölbreyttara í Endurreisninni verður það ekki