Saga - 2002, Page 83
BRESK STJÓRNMÁL í LJÓSIÍSLENSKRAR MENNINGAR 81
kerfi.4 Umræðan um erlend stjórnmál í Bretlandi var þó ekki alltaf
sveipuð rómantískri samúð með uppreisnaröflum og pólitísk ör-
lög fyrrverandi stórþjóða voru ekki alltaf túlkuð sem kúgun af
hálfu afturhaldsafla. John Ruskin og Matthew Arnold héldu því til
að mynda fram að pólitísk örlög þjóða í Suður-Evrópu væru fyrst
°g fremst eigið sjálfskaparvíti, að Spánverjar væru kúgaðir af
Spánverjum, að Grikkland þyrfti að frelsa frá Grikkjum og að ítal-
>r hefðu fyrst og fremst við forfeður sína að sakast frekar en erlend
yfirráð. Sjálfstæði, sameining og frelsi þessara þjóða hefði oftar en
ekki náðst með hjálp annarra stórvelda.5
Þótt sjálfstæðisbarátta íslendinga skipi ef til vill ekki jafnskýran
sess í breskri stjórnmálaumræðu og frelsisstríð Grikkja eða sam-
eining Ítalíu þá sýndu Bretar þróun þessara mála á íslandi tölu-
verðan áhuga, sem birtist jafnt í dagblöðum, ritgerðum, ferðabók-
um og þingumræðum. Rétt eins og áhuginn á stjórnmálum landa
í Suður-Evrópu var umræðan um íslensk stjórnmál einkum
sprottin af áhuga og þekkingu mennta- og stjórnmálamanna á
menningu og sögu íslendinga. Enginn sá sem fjallaði um íslensk-
ar fornbókmenntir gerði slíkt án þess að vísa í stjórnskipan þjóð-
veldisins og enginn sá sem talaði um hið framandi ísland 19. ald-
ar og reyndi að ráða í örlög þjóðarinnar leit framhjá þeirri stað-
reynd að ísland heyrði undir veldi Dana. Stjórnmálin voru þannig
mikilvægasta samhengið fyrir umræðuna um íslenska menningu
°g menningin að sama skapi ákveðinn grunnur allrar pólitískrar
umræðu.
Samt sem áður voru málefni sjálfstæðisbaráttunnar Bretum of
fjarri til að þeir gætu túlkað á eigin forsendum þann pólitíska
veruleika sem við þeim blasti. Þó svo að skrif Breta um íslenska
sjálfstæðisbaráttu hafi mótast af umhverfi þeirra, eins og allt sem
skrifað er, þá virðast hugmyndir þeirra fyrst og fremst endur-
spegla þróun umræðunnar á íslandi og í Danmörku frekar en
Pólitíska hugmyndafræði eða ríkjandi viðhorf meðal Breta í þess-
um efnum. Með öðrum orðum, túlkun þeirra var ekki skapandi
eða frumleg enda þótt hún endurspegli hugarheim þeirra, Annars
4 Christopher Harvie, Lights of Liberalistn, bls. 97-98 og 100. Um þátttöku
Byrons í frelsisstríði Grikkja sjá einnig: Guðni Elísson, „Byron og listin að
deyja", bls. 420-50.
® John Pemble, The Mediterranean Passion, bls. 228-35.
S-SAGA