Saga - 2002, Page 84
82
SIGRÚN PÁLSDÓTTIR
vegar voru þeir sem mátu sjálfstæðisbaráttuna í sögulegu ljósi og
réttlættu kröfur íslendinga á forsendum pólitískrar fortíðar og
menningar. Breski fræðimaðurinn Frederick Metcalfe, sem kom til
Islands árið 1861, talar í ferðasögu sinni um hina pólitískt kúguðu
þjóð sem þrátt fyrir örlög sín tilbiðji gyðju frelsisins í minningu
um það sem hann kallar „The Virgin Republic".6 Ritstjóri The
Times talaði á sama hátt um að forsenda fyrir baráttuþreki íslend-
inga til sjálfstæðis væri fyrst og fremst arfur fortíðar.7 Slík viðhorf
áttu ekki rætur í neinni pólitískri sannfæringu heldur í áhuga og
dálæti þessara manna á íslenskri menningu rétt eins og menntun
í klassískum fræðum hafði mótað afstöðu margra Breta gagnvart
frelsisbaráttu Grikkja og sameiningu Italíu. Hins vegar voru þeir
sem litu ástandið fyrst og fremst sem vanda Dana gagnvart hinum
íhaldssömu Islendingum sem sjálfir stæðu í vegi fyrir efnahags-
legum og pólitískum framförum heima fyrir. Skoski vísindamað-
urinn Robert Chambers, sem olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi með
kenningu sinni um þróun og uppruna tegunda nokkru áður en
bók Darwins leit dagsins ljós,8 taldi að íhaldssemi íslendinga væri
dragbítur á leið þeirra til sjálfstæðis.9 í bréfi til ritstjóra The Times
voru Islendingar að sama skapi sagðir áhugalausir um eigin stöðu
og þar var fullyrt að þjóðerniskennd væri alls ekki eins útbreidd
meðal þjóðarinnar og ætla mætti. íslendingar gætu því sjálfum sér
um kennt, örlög þeirra væru afleiðing eigin sinnuleysis og dug-
leysis.10 Mest af því sem skrifað var um sjálfstæðismál íslendinga
tengdist þó stjórnarskránni árið 1874. Og þar féll umræðan í sama
farveg. Stjórnarskráin hefði annars vegar náð að bægja burt þeirri
spennu sem ríkti á milli Dana og íslendinga og greitt götu fram-
6 Frederick Medcalfe, The Oxonian in lceland, bls. 393-94.
7 [„Iceland"] The Times 3. október 1879, bls. 9.
8 Bók Chambers, The Vestiges ofCreation kom út undir dulnefni árið 1844.
9 Robert Chambers, Tracings oflceland and Faroe Islands, bls. 81.
10 Z, „The Political Crisis in Iceland - to the Editor of The Times", The Times 4.
október 1886, bls. 4. Ekki er ljóst hvernig ummæli bréfritara dagblaðsins
samræmast skrifum til dæmis Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna um
hið íslenska sinnuleysi og pólitíska dauðadá eða hvernig skrif Chambers
samræmast skilgreiningu fræðimanna á íhaldssemi íslenskra þingmanna
gagnvart frjálslyndi Danastjórnar og fulltrúum hennar hér á landi eins og
fjallað er um í bók Guðmundur Hálfdanarsonar, íslenska þjóðríkið - uppruni
og endimörk, bls. 72-76.