Saga - 2002, Page 85
BRESK STJÓRNMÁL í LJÓSIÍSLENSKRAR MENNINGAR 83
fara, hins vegar væri hún meingallað plagg sem veitti íslending-
um einungis takmarkað löggjafarvald.11
Ef túlkanir Breta á málefnum íslands og Danmerkur - sem voru
auðvitað nátengdar trú þeirra á mikilvægi íslenskrar menningar
eða efasemdum um það - endurspegla aðeins þau átök sem áttu
sér stað meðal íslendinga sjálfra, er eins víst að afstaða þeirra hef-
ur líka verið háð þeirri tilviljun hverja þeir hittu úr hópi „stríðandi
fylkinga" eða hvernig veðrið lék við þá á meðan þeir dvöldu á
landinu. Sem sagnfræðilegt viðfangsefni leiðir þessi umræða ef til
vill ekki annað í ljós en að Bretar hafi haft þann áhuga á íslensk-
um stjórnmálum sem raun ber vitni, að þeir hafi skipst í tvö horn
o.s.frv. Svo tíðindalítil umræða getur þó vel verið verðugt rann-
sóknarefni ef við nálgumst hana fyrst og fremst sem dæmi um
urnræðu sem á sér stað á ákveðnum tíma, með ákveðinni fram-
setningu og í ákveðnum tilgangi. Með öðrum orðum, meginvið-
fangsefnið er því ekki hvað er sagt, heldur hvenær, hvernig og hvers
vegna. Til að svara þessum spurningum þarf hins vegar að vera til
staðar markviss tenging milli íslenskrar sjálfstæðisbaráttu og
hreskra stjórnmála. Dæmi um slíka tengingu er umræðan um
íslenska stjórnmálabaráttu í deilunni um heimastjórn á írlandi en
óhætt er að fullyrða að hún hafi verið ein þýðingarmesta stjórn-
máladeila sem átti sér stað í breskum stjórnmálum á síðari hluta
19. aldar.12 Sú umræða varpar ekki nýju ljósi á íslenska sjálfstæð-
isbaráttu og varla er það nein meiri háttar sagnfræði að bendá á
þá staðreynd að hún hafi komið við sögu í svo vel þekktri stjórn-
málaumræðu. Ef á hinn bóginn er hægt að skýra af hverju íslensk
sjálfstæðisbarátta fléttast inn í umræðuna um málefni írlands get-
Uin við sýnt fram á að skrif Breta um íslenska menningu eru ekki
bara áhugaverð fyrir íslendinga heldur geti þau skipt máli til
skilnings á breskri sögu.
Varðandi umræðu um stjórnarskrána 1874, sjá til dæmis Elise Otté, Den-
mark and Iceland, bls. 20. - „The Millennium of Iceland", The Times 19. júní
1874, bls. 8. - David Ker, „The Icelandic Anniversary", bls. 11. - James
Bryce, [Bréf til ritstjóra] The Times 7. júlí 1874, bls. 4. - Richard Burton,
Ultima Thule; or; A Summer in Iceland I, bls. 107-109.
12 Um þátt íslenskrar sjálfstæðisbaráttu í umræðu um fullveldi á írlandi á 20.
öld, sjá: Davíð Logi Sigurðsson, „Sambandslagasamningur íslands og
Danmerkur: fyrirmynd fullveldis á írlandi?".