Saga - 2002, Side 89
BRESK STJÓRNMÁL í LJÓSIÍSLENSKRAR MENNINGAR
87
Áhugi hans á lagasetningu íslenska þjóðveldisins sneri þannig
einkum að þeim þáttum er vörðuðu eðli valds og stjórnunar, svo
og þátttöku frjálsra bænda í að móta lög og réttarfar í samfélag-
inu.22 Hann hreifst mjög af baráttu norðlenskra bænda fyrir
endurskoðun stjómarskrárinnar 1886 og hafði á sínum tíma reynt
að sannfæra lesendur The Times um að ekki var allt sem sjmdist
í fréttaflutningi af stjórnarskrármálinu árið 1874:
Sumar af hinum huguðu frelsishetjum ... hafa algjörlega hafnað
þessari stjórnarskrá. Fleiri eru fúsir til að samþykkja hana sem
skref, en aðeins skref í átt til réttlætis, stökkpall sem hægt væri
að hefja baráttu frá fyrir fullri sjálfstjóm. Engir, nema þá dönsku
embættismennimir og íslenskir starfsmenn í þeirra röðum, eru
ánægðir með hana og þau ávörp sem fréttaritari þinn vísar í eru
verk þessara embættismanna sem tiltölulega fáir málsmetandi
Islendingar myndu skrifa undir.23
I málefnum írlands var Bryce einn af helstu stuðningsmönnum
stefnu Gladstones þó að fræðimenn hafi sýnt fram á að sú afstaða
hans hafi aldrei verið algjörlega afdráttarlaus.24 Stuðningur hans
við frumvörp Gladstones hefur gjaman verið tengdur uppruna
hans og bakgrunni - Bryce var fæddur í Belfast og tilheyrði
skosku öldungakirkjunni25 - en þó einkum pólitískri afstöðu hans
sem fræðimanns. Ráðgjöf hans til Gladstones í málefnum írlands
laut fyrst og fremst að réttarsögulegum þáttum og hún byggðist á
þekkingu Bryce á stjórnskipun og ríkjasamböndum í Evrópu, þar
á meðal stjórnmálasambandi Danmerkur og íslands.
Fyrstu merki um að málefni íslands beri á góma í samskiptum
22 James Bryce, „Primitive Iceland", bls. 268 og 286-87.
23 Some of the bolder spirit among the national party, which is almost co-
extensive with the nation, are rejecting this Constitution altogether. A great-
er number are disposed to accept it, as an instalment, but only an instal-
ment of justice, vantage groimd from which the struggle for more com-
plete self-government may be resumed. No one, except the Danish offici-
als and a few Icelandic employees who surround them, is satisfied with it,
and the addresses which your correspont reports are the works of theses
officials, and are signed by comparatively few native Icelanders of weight
or influence. James Bryce, [Bréf til ritstjóra] The Titnes 7. júlí 1874, bls. 4.
24 Christopher Harvie, „Ideology and Home Rule: James Bryce, A.V. Dicey
and Ireland, 1880-1887", bls. 310-11.
25 H.A.L. Fisher, James Bryce, bls. 197-98.