Saga - 2002, Page 90
88
SIGRÚN PÁLSDÓTTIR
Bryce og Gladstones eru bréfaskrif frá árinu 1874. í bréfi til Glad-
stones fjallar Bryce meðal annars um þá hugmyndafræði pólitískr-
ar umræðu sem honum var alla tíð hugleikin: tengsl menningar
og sögu við stjórnmál samtíðarinnar. í bréfinu reynir Bryce að
sýna Gladstone fram á að íslensk menning í fortíð og nútíð hafi
mikla þýðingu fyrir málefni nútímasamfélaga, svo sem á sviði trú-
mála og réttarfars, og væri að þessu leyti ekki frábrugðin klass-
ískri menningu,26 en Gladstone var mikill áhugamaður um grísk-
ar bókmenntir og sögu.27 Áhugi Gladstones á klassískum menn-
ingararfi var án efa fyrst og fremst tilkominn vegna stöðu þessara
fræða innan breska menntakerfisins og víst er að breski forsætis-
ráðherrann var líka áhugasamur um menningu annarra Evrópu-
ríkja enda ferðaðist hann mikið um álfuna og talaði fjölmörg
tungumál. Og þó að hann tilheyrði ekki hópi breskra áhugamanna
um íslenska menningu (Icelandophiles), var hann engu að síður
einn þeirra fjölmörgu menntamanna þess tíma sem lögðu ríka
áherslu á sögulegt samhengi breskrar stjórnskipunar og tengsl
hennar við hefðir sem þróast höfðu í Norður-Evrópu, þar á með-
al á íslandi. Þetta vissi Paul du Chaillu, höfundur heimildaskáld-
sögunnar Ivar the Viking sem kom fyrst út árið 1893, sama ár og
Gladstone lagði fram seinna frumvarp sitt til heimastjórnar á
írlandi, þá 84 ára að aldri. Til að greiða götu umdeildrar kenning-
ar sinnar um að forfeður Englendinga væru norrænir menn hafði
du Chaillu leitað álits Gladstones, sem hann síðan birti í bókinni
og hljóðar svo:
Afstaða mín er þér vilhöll. ... í mér rennur aðeins skoskt blóð,
ég er hálfur Hálendingur og hálfur Lágskoti.... Hluti fjölskyldu
minnar settist að í Skandínavíu, að ég held, á fyrri hluta 17. ald-
ar. Þegar ég hef dvalið í Noregi eða í Danmörku, eða meðal
Skandínava, hef ég fundið fyrir eins konar innri rödd... sem
fullvissað hefur mig um skyldleika við þá. f Noregi hefur mér
aldrei liðið sem í framandi landi væri og ég hef það fyrir satt að
sú tilfinning sé algeng reynsla breskra ferðamanna. Frelsisástin
í bland við þjóðskipulag byggt á sáttmála sem við trúum að ein-
kenni þessa þjóð er, að mér skilst, skýrt einkenni á Noregi og
Danmörku. Þjóðlýsingar og saga Norður-Skota og skosku eyj-
26 Bodleian. Mss. Bryce 11, fol. 7-8; 10, fol. 3-4.
27 Eftir Gladstone er bókin Homer and the Homeric Age.