Saga - 2002, Page 91
BRESK STJÓRNMÁL í LJÓSIÍSLENSKRAR MENNINGAR
89
annna, allt til Manar, virðast benda til mjög almennra og sterkra
tengsla.28
Hafi Gladstone svo lengi verið sannfærður um mikilvægi norræns
menningararfs í þróun breskrar stjórnskipunar hefur sú sannfær-
ing eflaust átt einhvern þátt í því að hann sóttist eftir þekkingu
Bryce um stjórnmálasamband Danmerkur og Islands árið 1886. I
maí, nokkrum dögum eftir aðra umræðu um fyrra heimastjórnar-
frumvarpið í breska þinginu, fékk Bryce bréf frá Gladstone þar
sem hann biður um upplýsingar varðandi stöðu Islands í Dana-
veldi.29 Bryce sendi Gladstone þá ítarlegar upplýsingar um stjórn-
arskrármálið árið 1874 ásamt sögulegu yfirliti yfir þróun íslenskra
stjórnmála frá 184030 en þessar upplýsingar hafði hann fengið
sendar frá Eiríki Magnússyni bókaverði í Cambridge.31 Af fyrir-
spurn Gladstones má ráða að hann hafði á þessum tíma litla þekk-
ingu á íslenskum stjórnmálum og ekki getur hann um gögnin frá
Eiríki í dagbókarfærslum sínum.32 Ýmislegt bendir þó til þess að
honum hafi borist umrædd gögn og hann lesið þau því hann vís-
ar síðar í ríkjasamband íslands og Danmerkur í umræðunni um
heimastjórn á írlandi bæði í ræðu og riti. í október 1886 er fjallað
um samanburð Gladstones á málefnum írlands og Islands í The
Times33 og í greinasafni hans um málefni Irlands, sem gefið var út
28 My prepossessions are on your side. ... I am a man of Scotch blood only,
half Highland, and half Lowland, near the Border. A branch of my family
settled in Scandinavia, in the first half, I think, of the seventeenth century.
When I have been in Norway, or Denmark, or among Scandinavians, I
have felt something like a cry of nature from within, asserting ... my near-
ness to them. In Norway I have never felt as if in a foreign country; and
this, I have leamed, is a very common experience with British travellers.
The love of freedom in combination with settled order, which we hope is
characteristic of this country, is I apprehend, markedly characteristic of
Norway and of Denmark, ... The ethnography of northern and insular
Scotland, down even to the Isle of Man, and the history, seem to show a
very broad and durable connection. - Paul du Chaillu, Ivar The Vikitig,
bls. xx.
29 Bodleian. Mss. Bryce 19, fol. 60.
30 Bodleian. Mss. Bryce 11, fol. 118-19.
31 Bodleian. Mss. Bryce 100, fol. 21-31; Mss. Bryce 11, fol. 129-32.
32 í dagbækur sínar skráði Gladstone mjög nákvæmlega öll þau rit og allt það
efni sem hann las dag frá degi. William E. Gladstone, Gladstone's Diaries.
33 „Denmark and Iceland", The Times 21. október 1886, bls. 13.