Saga - 2002, Page 94
92
SIGRÚN PÁLSDÓTTIR
íslandi, fannst samanburðurinn á sjálfstæðisbaráttu þjóðanna
langsóttur, einkum þó vegna þess að íslensk þjóðernisstefna væri
annars eðlis en sú írska, Islendingar ættu engan talsmann sam-
bærilegan við Charles S. Parnell, leiðtoga IPP, írska heimastjórnar-
flokksins. Þá væru á Islandi engin kynþátta- og trúarátök, og um-
fram allt engar deilur jarðeigenda og leiguliða í líkindum við þær
sem uppi væru á írlandi.38 í The Times var Gladstone svo sakað-
ur um að villa fyrir í umræðunni um Irland með skírskotun sinni
til Islands. Sjálfstæðisbarátta íslendinga væri dæmi um friðsam-
lega baráttu fólks sem ætti lítið sammerkt með herraþjóð sinni
Dönum.39 Af þessu má ráða að Bretar hafi almennt litið svo á að
sjálfstæðisbarátta íslendinga væri fullkomlega eðlileg þróun, rétt-
lætanleg á grundvelli menningar og sögu þjóðarinnar og land-
fræðilegrar staðsetningar. Með öðrum orðum, Bretar litu svo á að
Islendingar væru sameinaðir en Irar sundraðir.
Skírskotun til íslenskrar sjálfstæðisbaráttu og ólíkar
skýringar á stefnu Gladstones
Sú staðreynd að samanburðarmálflutningur Gladstones og Bryce
náði aldrei markmiði sínu og hlaut almennt litlar undirtektir, jafnt
innan þings sem utan, vekur vissulega upp spurningar um
ástæðu þess að nota svo fjarlægt og að margra mati óviðeigandi
dæmi til að styðja mál sitt. Frumvarpið var gagnrýnt fyrir skort á
stjórnskipunar- og réttarfarslegum rökum, skýrri skilgreiningu á
stöðu Irlands innan heimsveldisins, svo og ríkjasambandi Breta
og Ira, fengju þeir heimastjórn. Fljótt á litið mætti því ætla að sjálf-
stæðisbarátta íslendinga hafi verið eitt af mörgum neyðarúrræð-
um í leit stuðningsmanna frumvarpanna að rökstuðningi. I því
samhengi má geta þess að afstaða margra var ekki alveg afdrátt-
arlaus. Bryce hefur til að mynda verið kallaður „Home Ruler in
despair" - heimastjórnarmaður í veikri von - og margt í síðari
skrifum hans gefur ótvírætt til kynna að hann hafi aldrei trúað því
að frumvarpið 1886 væri farsæl lausn á vanda Ira á meðan mót-
mælendur í Ulster væru andsnúnir heimastjórn.40
38 T.G. Paterson, „The Political Crisis in Iceland - to the Editor of The Times",
The Times 13. október 1886, bls. 4.
39 „Denmark and Iceland", The Times 21. október 1886, bls. 4.
40 H.A.L. Fisher, James Bryce, bls. 202-203 og 218-21.