Saga - 2002, Side 102
100
HELGA KRESS
verið að leita að í sjö ár.2 Þar með tekur hann sér í munn orð Árna
Magnússonar sem í bréfi til séra Jóns Eyjólfssonar frá 4. júní 1728
vitnar í „vorar göfugu kerlingar".3 Hér hefur Halldór Laxness
tekið orðasamband úr raunverulegu bréfi og sett í skáldaða sögu,
og þar með sveigt það undir það sem hann kallar „lögmál verks-
ins".4 Aðalatriðið sem hann hefur hér staðnæmst við er orðið
„kerling", en á kerlingum hefur hann miklar mætur og tengir þær
oft skáldskap. Arnas, sem er á leið úr Breiðafirði í Skálholt ásamt
fríðu föruneyti, hefur tekið á sig krók og fengið sóknarprestinn til
að fylgja sér að Rein þar sem hann hefur heyrt að kunni að leynast
handrit. Eftir nokkurt þóf bendir Jón Hreggviðsson honum á rúm-
botn móður sinnar um leið og það rennur upp fyrir honum að eitt-
hvað hljóti að hafa orðið af „gömlu skinnpjötlunum sem þau
höfðu gefist upp við að hafa í bót á brókina hans hér um árið" (bls.
28). Sjálfur skríður hann úr rúmbæli sínu, sem ekkert geymir, og
hjálpar „professor antiquitatum" (bls. 28) við leitina:
Það gaus upp ryk og ólyfjan þegar farið var að róta í bæli
kellíngar, því hey var gamalt og margmyglað í bálkinum. En
innanum heyið ægði saman alskonar drasli svosem botnlausum
skóræflum, skóbótum, gömlum sokkbolum, fúnum vað-
málspjötlum, snærisspottum, þinum, skeifubrotum, hornum,
beinum, tálknum, glerhörðum fiskstirtlum, ónýtum klúrum og
öðru spýtnarusli, kljásteinum, skeljum, kufúngum og krossfisk-
um. Þó var ekki örgrant að innanum mætti finna nýta hluti og
2 Halldór Laxness, íslandsklukkan, bls. 28. Sagan kom íyrst út í þremur bind-
um, íslandsklukkan (1943), Hið Ijósa man (1944) og Eldur í Kaupinhafn (1946).
í 2. útgáfu voru þau gefin út á einni bók, íslandsklukkan (1957), og er hér
vitnað til hennar. Hér eftir verður vísað til blaðsíðutals aftan við tilvitnan-
ir í meginmáli.
3 Við samningu íslandsklukkunnar skrifaði Halldór hjá sér ýmsar setningar úr
bréfaviðskiptum Árna sem hann síðan felldi inn í verk sitt. Sjá Peter Hall-
berg, „íslandsklukkan í smíðum", bls. 148-50. Sjá einnig minniskompur
Halldórs á handritadeild Landsbókasafns, Lbs. án safnmarks. í bréfinu til
Jóns Eyjólfssonar spyrst Ámi fyrir um handrit um „meiri háttar menn" frá
því fyrir siðaskipti. „Því þetta er allt svo sem í þoku," skrifar hann, og ann-
álar um þennan tíma „með réttu tilberaverk, svo sem vorar göfugu kerl-
ingar nefna". Sjá Arne Magnussons Private Brevveksling, bls. 232.
4 Sjá „íslendingar eiga stórfenglegri skáldsagnageymd en nokkur önnur
Evrópuþjóð", Þjóðviljinn 23. desember 1944, bls. 4.