Saga - 2002, Side 103
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 101
jafnvel merkilega svosem gjarðahríngjur úr kopar, lausnar-
steina, svipuhólka, eldforna eirpenínga. (Bls. 28)
A meðan þeir róta í bælinu stendur gamla konan grátandi álengd-
ar með „korpnaðar kinnar" og „eltiskinnsvánga" (bls. 29), sjálf
eins og gömul skinnbók.5 Biskupinn fylgist með vantrúaður en
þær Snæfríður og biskupsfrúin eru gengnar út.
Lýsingin á rúmbælinu kemur vel heim og saman við kenningar
táknfræðinnar, einkum Juliu Kristevu, um móðurlíkamann og
hina kvenlegu óreiðu sem karlinn, „lögmál föðurins", skilur sund-
ur og gæðir tungumáli og merkingu.61 ljósi þessara kenninga er
handrit kerlingar „bælt" í bókstaflegri merkingu og það þarf fjóra
karla, prófessorinn, húsbóndann, biskupinn og sóknarprestinn, til
að ná því upp á yfirborð samfélagsins og gefa því nafn og merk-
ingu. Enda kemur þar að „hinn tigni gestur" dregur fram úr
„heyruddanum" í eins konar fæðingarmynd „nokkur samanvöðl-
uð skinnaræksn svo bögluð, skorpin og gamalhörðnuð að óger-
legt var að slétta úr þeim" (bls. 29). Hann ber skinnið upp að birt-
unni og ýmist blæs af því eða rýnir í það, dustar það eða strýkur:
Memþrana, sagði hann að lokum og leit sem snöggvast á vin
sinn biskupinn, og þeir skoðuðu það báðir: nokkur kálfskinns-
blöð brotin og kjölþrædd, en þráðurinn laungu slitinn eða fúinn;
en þótt ytraborð bjórsins væri svart og grómtekið mátti auð-
veldlega greina þar lesmál með múnkaletri. (Bls. 29)
Þeir biskupinn fara höndum „um þessar skorpnu druslur jafnvar-
lega 0g um óskinngað fóstur" (bls. 29).7 Um leið tauta þeir fyrir
munni sér „latnesk orð svosem pretiosissima, thesaurus og cimeli-
5 Hliðstæða kerlingar og skinnbókar kemur enn skýrar fram í frumdrögum
íslandsklukkunnar en þar er gamla konan kynnt svo: „Enn kom hin fjör-
gamla móðir Jóns Hreggviðssonar inn [...] hörund hennar morautt og í
ótal hrukkum og fellíngum eins og gamalt bókfell." Sjá Peter Hallberg,
„íslandsklukkan í smíðum", bls. 173.
6 Um kenningar Kristevu, sjá m.a. greinasöfn hennar Desire in Language og
Tlw Kristeva Reader; einnig grein mína ,„Dæmd til að hrekjast'", bls. 248-52.
7 I ritum Halldórs má víðar sjá hugmyndina um bók sem fóstur og þá höf-
undinn sem þungaða konu. í bréfi til Peters Hallbergs frá 12. október 1955
skrifar Halldór: „Einsog þú veist birti ég aldrei neitt sem er skrifað í frum-
uppkasti, slíkt er andstætt öllum guðs og manna lögum, það má ekki skera
upp ólétta konu til að skoða í henni fóstur sér til skemtunar." Sjá Peter
Hallberg, „íslandsklukkan í srrúðum", bls. 141.