Saga - 2002, Page 104
102
HELGA KRESS
um" (bls. 29). Þar með er handritið fætt til samfélags lærðra karla
og bara eftir að skilgreina það og innsigla með nafni: „Skriftin er
frá því um þrettánhundruð, sagði Arnas Arnæus. Eg fæ ekki bet-
ur séð en þetta séu blöð úr sjálfri Skáldu." (Bls. 29)8 Eftir að hafa
þýfgað gömlu konuna um það hve blöðin hafi verið mörg í upp-
hafi og hún játar að hafa eitt sinn slitið blað úr þessari „skinn-
dræsu" til að reyna að bæta með brókina hans Jóns, snýr hann sér
að biskupi og talar við hann „hljóðlega" (bls. 30). Segist hann hafa
í sjö ár leitað og haldið spurnum fyrir um allt land „hvort hvergi
fyndist slitur og þó ekki væri nema minutissima parficula úr þeim
fjórtán blöðum" sem vantaði í Skáldu, „en á þetta einstæða hand-
rit hafa verið skráð fegurst kvæði á norðurhveli heims" (bls. 30).9
Hér séu sex fundin, „að vísu samanbögluð og illlæs, en þó sine
exemplo" (bls. 30). Biskupinn samfagnar vini sínum með handa-
bandi. Arnas hækkar róminn og segist ætla að taka með sér „þetta
ólukkans rifrildi" (bls. 30). Hann stingur því í barm sér, vöfðú í
silkidúk, og gefur gömlu konunni silfurspesíu fyrir ónæðið.
Skálda gengur síðan sem leiðarminni um íslandsklukkuna alla.
Hún fylgir þeim Arnasi og Snæfríði frá upphafi til enda og gæti í
yfirfærðri merkingu verið skáldskapurinn um þau. Jafnframt má í
henni sjá tákn þeirra bókmennta sem Halldór Laxness vinnur
sögu sína úr.
Kerlingabækur
í riti eftir riti tengir Halldór Laxness bókmenntir og bækur við
konur. í fyrsta bindi minningasagna sinna, / túninu heima, segir
8 Að breyttu breytanda má hér einnig tengja fund Amasar kenningum Luce
Irigaray um glápiö, eða „hið fallíska augnaráð", sem fjalla um það hvemig
karlar skilgreina konur og marka þeim stað með augnaráðinu. Sjá t.a.m.
grein hennar „Women on the Market" í This Sex Which is Not One; einnig
grein mína „,Gægur er þér í augum'", bls. 135-36. í íslandsklukkunni er það
karlinn, safnarinn, sem sér handritið, virðir það vandlega fyrir sér, skil-
greinir það og leggur undir sig. Handritið er því að vissu leyti kvengert,
enda fær það kvenkyns nafn. „Múnkaletrið" tekur hins vegar af allan vafa
um kynferði þeirra sem skrifa.
9 Lýsingin stemmir engan veginn við hina „raunvemlegu" Skáldu, AM 162
8vo, sem er pappírshandrit frá um 1700 með bragfræðilegu efni, og er
þetta enn dæmi um hvernig Halldór sveigir sagnfræðina undir skáldskap-
inn.