Saga - 2002, Blaðsíða 107
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 105
var upp eftir þeim orði til orðs, þá er það klassiskt mál. Ég man
sjálfur eftir svona kellíngum úr æsku minni, fleirum en einni og
fleirum en tveim, til dæmis Halldóru gömlu Álfsdóttur er sagði
mér söguna af kolbítnum Skyrpokalat sem hvergi er til á prenti
og ég er því miður búinn að gleyma.12
Hann telur það einstætt í Evrópumenningunni að vinsælustu höf-
undar á íslandi þessi árin séu „nokkrar sveitakonur úr hópi þeir-
ra örfárra íslendinga sem teljast mega ólæsir og óskrifandi eftir
venjulegum barnaskólamælikvarða/' og hann hrósar íslenskum
almenningi fyrir þá ást sem þeir leggja við þessa „sérkennilegu
sögusmiði, sem ekki aðeins skrifa betur fyrir sig en háskólament-
aðir menn upp og ofan, heldur eru þjóðlegir sagnamenn í beinu
framhaldi af ævintýrakellíngunum okkar gömlu" (bls. 89). Þarna
séu „þær gömlu góðu kellíngar endurrisnar í nýju landi, ger-
breyttu þjóðfélagi, öðrum heimi" og hann hvetur þá sem rannsaka
þjóðlíf og þjóðlegar bókmenntir „að lesa verk þeirra ofan í kjölinn,
og svo annarra skáldsystra þeirra svipaðra" (bls. 89), bæði til að
skýra rök þessa skáldskapar og vinsældir hans.
I huga Halldórs eru bókmenntir kvennanna fyrst og fremst
munnlegar með rætur í nafnlausri íslenskri alþýðuhefð. „Kellíng-
arnar", sem hann ævinlega nefnir svo, eru fremur varðveitendur
en höfundar, þær eru „sveitakonur", og sumar hvorki læsar né
skrifandi, svo að karlar verða að skrifa upp eftir þeim, búa til
prentunar og gefa út.13 Annars týnist það og líður út í bláinn eins
og stökur Halldóru Álfsdóttur.
„Hvur fjandinn er annars kallmaður?"
Ur þessum jarðvegi íslenskra kerlinga spretta fyrstu skáldskapar-
hlraunir Halldórs, en frá þeim segir hann í I túninu heima. Hann
skrifar mikið af handritum sem verða að rusli og móðir hans
brennir. Fyrstu nafngreindu skáldsögu sína semur hann tólf ára
12 Halldór Laxness, íslendingaspjall, bls. 88.
13 I frumdrögum íslandsklukkunnar ætlaði Arnas að gefa Skáldu út. í einni af
mörgum upprifjunum sögunnar um fund Skáldu segir Amas við Jón
Hreggviðsson: „Ég minnist þess þegar við komum til þín á Akranesi og
fundum blöðin úr þessari ágætu bók, sem það á að vera mitt lífsverk að
búa til prentunar og gefa út fyrir heiminn." Sjá Peter Hallberg, „íslands-
klukkan í smíðum", bls. 163.