Saga - 2002, Page 109
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR"
107
saga er honum ofarlega í huga því að í annað skiptið sem hún
kemur fyrir kallar hann hana „margumræddan reyfara á móti
Endurlausnarkenníngunni og frú Torfhildi Hólm" (bls. 170). Móð-
ir hans ríkir yfir handritum hans, varðveitir þau eða eyðir þeim.
Eftir þá miklu sorg sem hann varð fyrir þegar hún brenndi
bernskuhandritum hans brennir hún aldrei neinu:
Þó hygg ég hún hafi áratugum síðar brent nokkrum gömlum
sendibréfum og dagbókarslitrum upprunnum frá mér, eftilvill
einnig fyrgreindum róman Aftureldíngu á móti Endurlausnar-
kenníngunni og frú Torfhildi Hólm. Hafi svo verið var mér þetta
drasl reyndar laungu gleymt uppá þverbitum, og hafi hún sæl
tortímt því; ég hygg það muni taka af síðari mönnum óþarfa
áreynslu í bókmentarannsóknum. (Bls. 205)
Undir lok bókarinnar kemur þessi eydda saga enn fyrir í eins
konar niðurstöðu þar sem segir að þótt hann hefði tólf ára gamall
verið svo fastráðinn í að segja skilið við fyrra líf sitt að hann hafi
brennt ritsafni sínu „einsog það lagði sig daginn áður en ég fór,
þá liðu ekki nema fáeinar vikur áður en ég var [...] tekinn til að
semja þessa stóru skáldsögu Aftureldíngu á móti Endurlausnar-
kenníngunni og frú Torfhildi Hólm" (bls. 247). Þannig verður
þessi langa skáldsaga Torfhildar að eins konar stökkpalli fyrir
Halldór upp á rithöfundarbrautina.
I Sjömeistarasögunni, öðru bindi minningasagna sinna,15 segir
Halldór enn frá vetri sínum í Reykjavík, „þegar ég fór í bæinn
fyrst, 12 ára, til að læra myndlist og tónlist og fleiri listir, að því
ógleymdu sem oft hefur verið viðlag á þessum blöðum, að ég ætl-
aði mér að verða stórskáld á borð við frú Torfhildi Hólm" (bls.
104). Hann rifjar upp þegar hann kom aftur í húsið þar sem hann
skrifaði söguna og hugsaði „til þeirrar úngbornu tíðar þegar mað-
ur sat hér tólf ára [...] og tókst að skrifa fræga bók sem þó var
aldrei lesin af öðrum en höfundinum sjálfum, utan grautað eitt-
hvað í henni af Jakobi Smára, skáldsöguna Aftureldíngu (nú
brunnin). Þá var ég sumsé tólf ára, nú bráðum sautján." (Bls. 106)
„Aftureldíng" er síðasta handritið sem móðir hans brennir en úr
öskunni rís annað sem kemst af. Þegar Halldór er um það bil að
15 I öllum minningasögunum fjórum víkur Halldór að „Aftureldíngu", þó
aðeins stuttlega í Ungur eg var, þar sem hún þó er látin marka tímaskeið:
„A árunum sem ég samdi Aftureldíngu [...]" (bls. 27).