Saga - 2002, Page 110
108
HELGA KRESS
flosna upp úr námi í menntaskólanum trúir hann föður sínum fyr-
ir því að hann sé að skrifa bók:
Nú var svo lángt komið, sagði ég, að bók mín var byrjuð að rísa,
og þegar ég væri búinn að fara yfir drafið einusinni enn, mig
minnir í fjórða sinni, færi hún að slaga hátt uppí Eldínguna eft-
ir Torfhildi Hólm, skáldkonu sem ég hafði frá bernsku sett mér
það markmið að skrifa betur en hún. (Bls. 43)
Faðir hans gluggar í „þetta krabb" og um leið og hann skilar því
„slétti" hann „með handarjaðrinum úr svínseyrunum á blöðun-
um" (bls. 44), ekki ólíkt Arnasi sem reynir að slétta úr Skáldu.
Þessi bók var Barn náttúrunnar, sú fyrsta sem kom út eftir Halldór
Laxness, sem þá var orðinn sautján ára, og kostaði móðir hans
útgáfuna að föður hans látnum.16 Rithöfundur var orðinn til - og
um leið karlmaður.
í síðasta bindi minningasagnarma, Grikklandsárinu, vitnar Háll-
dór í Guðmund frá Miðdal sem hafi sagt að átján ára aldurinn
væri „gott ár fyrir stráka og ef ekki best í ævi kallmanns,"17 og
hann spyr:
Hvur fjandinn er annars kallmaður? Er það maður sem getur
samið skáldsögu samkvæmt raunsærri landbúnaðarstefnu?
Eða maður sem kann að klambra saman bókum með öfugum
forteiknum við þá bölvaða skömm Konerne ved Vandposten
eftir Knut Hamsun? Ég var sumsé orðinn átján ára og það gerð-
ist ekki neitt; og þó -
Reyndar hafði ég innan fermíngar skrifað rómaninn Aftur-
eldíngu á móti biflíusögunum um það leyti sem kvenmenn á
ýmsum aldri fóru að bregðast við mér einsog konur. (Bls. 80)
Hér tengir hann „Aftureldíngu" við þá manndómsraun sem felst
í því að verða að karlmanni í augum kvenna og nú þegar hann
hefur rutt kvenrithöfundinum úr vegi getur hann farið að kljást
við einn frægasta karlrithöfund samtímans. Það er athyglisvert að
Halldór nefnir hér ekki að sína fyrstu sögu hafi hann einmitt skrif-
að „með öfugum forteiknum" við Eldingu eftir Torfhildi Hólm.
Nafn hennar er horfið og saga hennar orðin að biblíusögum fyrir
börn.
í öllum þessum frásögnum af „Aftureldíngu" kemur það hvergi
16 Sbr. Sjömeistarasöguna, bls. 113, og Úngur eg var, bls. 199-200.
17 Halldór Laxness, Grikklandsárið, bls. 80.