Saga - 2002, Page 111
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 109
fram um hvað sagan fjallaði. í Heiman egfór sem Halldór skrifaði
rúmlega tvítugur, þ.e. hálfri öld á undan minningasögunum fjór-
um, segir hann frá því þegar hann var sendur til Reykjavíkur vet-
urinn áður en hann fermdist:
Sá atburður var merkastur þess vetrar, að ég færðist í fáng
samníngu skáldverks. Rit mitt fyrsta er mikil saga, lítið innan
við þúsund blaðsíður skrifaðar, og heitir Dagrenníng.18
Segist hann fátt muna um „Dagrenníngu" nema hann hafi reynt
„að líkja eftir frásagnarhætti Björnstjarna Björnssonar" (bls. 27) og
persónurnar hafi verið „glæsimenni og hugsjónamenn sem hyltu
skynsemistrú, unnu kærleiksverk og geingu á Guðs vegum. [... ]
Hugleiðíngar vóru þar um - og ádeilur á - alt sem ég vissi að var
til." (Bls. 28) Verkið sýndi hann ekki neinum, það hvarflaði ekki að
honum að láta það birtast á prenti og hann týndi bókinni um svip-
að leyti og hann laUk henni.
Þetta er augljóslega sama frásögnin og í minningasögunum,
nema hér er ekki minnst á Torfhildi. „Aftureldíng" er við dæmi-
gerða yfirfærslu (og yfirbreiðslu) orðin að „Dagrenníngu", sem er
orð sömu merkingar en kallast engan veginn á við nafnið „Eld-
ing". Ekkert gefur til kynna að þetta hafi verið söguleg skáldsaga
en þó örlar á andófi gegn endurlausnarkenningunni. Það er engu
líkara en Halldór, sem var nýbúinn að gefa út sína fyrstu bók og
er orðinn að rithöfundi, hafi ekki getað kannast við, hvorki fyrir
sjálfum sér né öðrum, að hafa skrifað sitt fyrsta verk fyrir áhrif frá
kvenrithöfundinum Torfhildi Hólm.19 Eini áhrifavaldurinn sem
hann nefnir er Björnstjerne Björnson, annar frægasti karlrithöf-
undur samtímans.
18 Halldór Kiljan Laxness, Heiman egfór. Sjálfsmynd æskumanns, bls. 27-28. í
formála segist Halldór hafa lokið bókinni haustið 1924 og hafi handritið
fundist „í drasli" (5) sem hann hafði skilið eftir hjá frönskum munkum
suður í Evrópu.
19 Eftir að þessi grein var frágengin rakst ég á athyglisverða ritgerð eftir Her-
mann Stefánsson á vefritinu Kistan. Ber hún nafnið „Inn í öngstrætið.
Gluggað og grautað í skáldsögu sem ekki er til" og fjallar um „Aftureld-
íngu" Halldórs út frá þeirri spurningu hvort sagan hafi nokkurn tímann
verið til. Hermann bendir á að sögunnar sé fyrst getið í minningasögum
Halldórs frá áttunda áratugnum þegar kvenfrelsishreyfingin er í algleymi
og þær „Saffó og Selma Lagerlöf hafa að sönnu hafið innreið sína á
íslandi". Þannig kunni frásögnin af „Aftureldíngu" sem í raun hafi verið