Saga - 2002, Side 113
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 111
Bækur Torfhildar urðu vinsælar meðal almennings, einkum
Brynjólfur biskup, en þeim var illa tekið af ritdómurum sem fæstir
létu þess ógetið að hún væri kona, og það bæði einstæð og
ómenntuð. Sjálf gerði hún sér vel grein fyrir brautryðjandastöðu
sinni sem kvenrithöfundur í bókmenntahefð karla, og í bréfi frá
því um aldamótin 1900 segir hún: „Ég var sú fyrsta, sem náttúran
dæmdi til þess að uppskera hina beisku ávexti gamalla, rótgró-
inna hleypidóma gegn litterærum dömum."22 Torfhildur ritar
gjarnan eftirmála að bókum sínum þar sem hún lýsir skáld-
skaparfræði sinni um leið og hún afsakar sig og réttlætir skrif sín
með sagnfræðinni. Með því tengir hún sig kvennahefðinni, hinu
viðurkennda hlutverki kvenna sem varðveitenda.23
I eftirmála að fyrstu skáldsögu sinni, Brynjólfi biskupi, ræðir hún
um samband hennar við hinn sögulega veruleika og segir:
Sagan er bæði sönn og ósönn. Þótt jeg hafi valið henni þau nöfn,
sem einu sinni stóðu á lista hinna lifendu, eru þó mörg atvikin
sköpuð. Jeg hef farið sem næst þeirri mynd, sem ímyndunarafl
mitt hefur gefið þessum mönnum.24
Lýsing Torfhildar á eigin verki er mjög í samræmi við seinni tíma
skilgreiningu á sögulegri skáldsögu - sem endurskapar veruleik-
ann, blandar saman sagnfræðilegum og skálduðum atburðum,
byggir á rannsókn og miðar að sannfræði.25 Hún segir að sagan
víki oft „frá hinu rjetta" eða því sem hún ýmist kallar„frummynd"
(bls. 307) eða „líking hins sanna" (bls. 308) og sé það „mikil
vorkunn þar sem ekkert verulegt, sem augað eða eyrað getur
óhult stutt sig við [sé] fáanlegt" (bls. 307) og gamlar lýsingar og
myndir sýni ekki heldur raunveruleikann. Þetta er mjög nútíma-
22 Vitnað til eftir Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, „Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm",
bls. VIII. Hann getur því miður ekki nákvæmari heimilda og hefur mér
ekki tekist að hafa uppi á þeim.
23 Hér er það einkar athyglisvert að víða um Iönd er sögulega skáldsagan
rakin til kvenna. Sjá m.a. The Penguin Dictionary ofLiterary Terms and Liter-
ary Theory, bls. 357 og 383.
24 Torfhildur Hólm, Brynjólfur Sveinsson biskup, bls. 307.
25 Sbr. The Penguin Dictionary ofLiterary Terms and Literary Theory, bls. 383. Þar
segir undir „Historical Novel": „A form of fictional narrative which recon-
structs history and re-creates it imaginatively. Both historical and fictional
characters may appear. Though writing fiction, the good historical novel-
ist researches his or her chosen period thoroughly and strives for verisi-
militude."