Saga - 2002, Blaðsíða 114
112
HELGA KRESS
legt viðhorf. Heimildirnar eru sem sagt búnar til, teiknaðar eða úr
tungumáli, og þannig á vissan hátt skáldskapur sjálfar. I lokin
svarar hún fyrirfram þeirri gagnrýni sem yfir henni vofir, vísar til
sannfræðinnar og gleymdrar sögu liðinna alda og biður þá sem
hæfari eru að gera betur:
En þyki lesaranum jeg hafa dregið skapferli svo mikils háttar
manna, til dæmis Brynjólfs biskups, ósamhljóða og of auðvirði-
lega fram fyrir augu almennings, þá stendur öljum enn þá opið
að gjöra betur, og væri vel, ef blöð þessi yrðu til að minna þá
sem mjer eru færari á gleymda fjársjóðu margra alda, sem mig
vantar ekki vilja, heldur hæfilegleika til að leiða fram í full-
kominni frummynd sinni. (Bls. 308)
í Þjóðólfi 24. júlí 1882 birtist ritdómur um söguna eftir ritstjórann
Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Hann byrjar á því að taka það fram
að sagan sé sprottin „út úr veikluðu og spentu ímyndunarafli"
(bls. 65). Geri hún lítið annað en þræða hjúskapar- og heimilislíf
Brynjólfs biskups eftir Árbókum Espólíns og hafi „höfundurinn
hræðilega strandað á því skeri, sem mörgum verður, er reyna að
semja skáldsögur út úr sögunni, enn eru eigi færir um, að hún
ræður ekki við efnið" (bls. 65). Það er henni „langt of vaxið", enda
ófróð „um kúltúr eða mentun og menning hérlendis á 17. öld", og
geri rómantík og viðkvæmni söguna leiðinlega (bls. 65). I henni sé
Brynjólfur sjálfur „engin hetja, hvorki til líkama né sálar", og hafi
sagan enga þungamiðju. Þó telur hann að hún sé „að mörgu leyti
laglega rituð" og muni falla „alþýðu manna heldur vel í geð,
nema eg er hræddur um, að mönnum finnist hún heldur lang-
dregin og leiðinleg" (bls. 65). Þá ber ritdómari Torfhildi saman við
þær tvær íslensku konur sem höfðu gefið út eftir sig ljóðabók og
segir í endurteknum úrdráttar- og skilyrðissetningum að „þó"
hann sé búinn að finna mikið að sögunni sýni hún „þó að kven-
fólkið á Islandi" geti „líka verið með í bókmenntunum, ef það
reynir og hefir mentun til, enn hún þarf að vera betri enn þessar
hafa haft til að bera, er reynt hafa" (bls. 65).26
26 Sjálfur tók Jónas Jónasson áskorun Torfhildar um að þeir geri betur sem
hæfari séu til sín, því að skömmu síðar kom út eftir hann skáldsagan Rand-
íður í Hvassafelli. Sagafrá 15. öld, byggð á frægu sifjaspellsmáli, sem m.a. er
sagt frá í Árbókum Espólíns. í sögunni sýknar höfundur föðurinn af því að
hafa legið með dóttur sinni og gengur þar í berhögg við vitnisburð heim-
ilda sinna.