Saga - 2002, Qupperneq 115
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 113
Ýmsir urðu til að verja Torfhildi, m.a. „Sanngjarn" í ísafold
1882.27 Hann hrekur dæmin sem Jónas Jónasson hafði tekið um
þekkingarskort hennar, leggur áherslu á að hún sé brautryðjandi
og segir það eftirtektarvert „að óskólagengin kona skuli fyrst
verða til þess að skýra fyrir oss sögu vora, þar sem svo mikill
fjöldi er af lærðum mönnum, er hafa látið það ógjört, og það væri
sannarlega órjettlátt af oss, ef vér ætluðum að drepa slíkar tilraun-
ir með vanþakklæti, og með því að heimta af konum þá fullkomn-
un, sem vjer með engum rjetti getum heimtað" (bls. 76).28 Þrátt fyr-
ir jákvæð ummæli hefur þó bókin að hans mati fyrst og fremst
uppeldisgildi fyrir alþýðu og börn. Hún veki eftirtekt „á hinum
dimma, en þó að mörgu leyti merkilega, miðaldakafla sögu vorr-
ar" og sé „ágæt til þess að láta börn og unglinga lesa hana til að
vekja hjá þeim áhuga á sögu vorri, enda er það eitt í bókinni, sem
glæðir góðar tilfinningar hjá ungum sálum, því bæði ættjarðarást
og siðgæðisandi gengur í gegnum alla bókina." Þá óskar hann
þess að höfundur semji margar slíkar bækur, „eða þá aðrir að
dæmi hennar" (bls. 75-76).29
Geri þeir það betur
Sagan um Brynjólf biskup ber undirtitilinn „Skáldsaga frá 17.
öld". Elding, sem kemur út sjö árum síðar, hefur undirtitilinn
//Söguleg skáldsaga frá 10. öld" og mun þetta í fyrsta sinn sem
heitið „söguleg skáldsaga" kemur fyrir í íslensku.30 í löngum eft-
27 „Sanngjarn" var dulnefni Valtýs Guðmundssonar sem þá var skólapiltur í
Reykjavík. Þegar Torfhildur komst að því hver hefði skrifað greinina sendi
hún honum þakkarbréf og bókargjöf. Sjá Finnur Sigmundsson, Torfhildur
Þorsteinsdóttir Hólm, bls. X-XI.
28 Leturbreytingar í tilvitnunum, hér og artnars staðar, eru heimildanna.
29 Einnig skrifaði mágur Torfhildar, Eggert Ó. Brím, langa grein henni til
varnar í Norðanfara 24. nóvember 1882. Þá birtist heill greinafiokkur um
Brynjólf biskup eftir „Anonymous" í Norðanfara 7. og 18. mars, 4. og 27.
júní, 3. og 9. júlí og 2. ágúst 1884. Tilefnið er saga Torfhildar sem höfund-
ur er að mörgu leyti ánægður með, sérstaklega þar sem hún fer hvergi í
bága við „hina virkilegu sögu", en finnst embættisfærslu biskupsins ekki
nægur gaumur gefinn og vill með greinum sínum bæta úr því.
30 Þetta er þýðing á dönsku „historisk roman" og/eða ensku „historical
novel", bókmenntategund sem fyrir löngu hafði rutt sér rúms erlendis.
I bréfi til Eiríks Magnússonar, dagsettu í Winnipeg 11. ágúst 1885, segist
8-SAGA