Saga - 2002, Page 116
114
HELGA KRESS
irmála að sögunni segist Torfhildur hafa gert „frummynd" að
henni á Nýja-íslandi árið 1881 en síðan lagt hana frá sér:
Eg fann, að mig skorti hina nauðsynlegustu krapta og hæfileika,
er við þurfti til þess, að leysa slíkt vandaverk vel af hendi, og
mig svimaði, er eg svo sem leit ofan af þessari miklu hæð, er
mér fannst eg vera á stödd. Eg lagða handritið saman, og þótti
mér enda við búið, að mér myndi aldrei auðnast að leggja á það
síðustu hönd, og mér flugu í hug þessi orð: „Verk þetta líkist
eldingu þeirri, er fæðist og líklega deyr án nokkurra mannlegra
vitna".31
Verkið er byggt á „hinum beztu og auðugustu fornfræðisbókum"
(bls. 752) og fylgja því skýringar með nákvæmum tilvitnunum.
Um leið kvartar Torfhildur undan skorti á heimildum „því að
fornsögurnar fræða oss mest um landnám og lögsóknir og orrust-
ur einstakra manna", og einnig sé bæði „mikið og margt [...] er
engar sögur fara af" (bls. 752). Vegna þessa segist hún hafa orðið
„að skapa í eyðurnar til þess að mynda söguþráðinn, og jafnvel að
taka ósögulega menn, þó örfáa, til þess að fylla upp í skörð þau,
sem hinar sögulegu frásagnir frá samsvaranda tímabili gátu eigi
fyllt" (bls. 753). Eins og áður svarar hún gagnrýninni fyrirfram
með þeirri athyglisverðu athugasemd að „fornsögurnar sjálfar, er
til grundvallar liggja, þessar þjóðargersemar," komi „án efa eigi
fyrir augu vor í frumbúnaði sínum, sökum þess að þær hafa
geymzt svo lengi í minni þjóðarinnar, áðr en þær væri ritaðar, og
rengja þær þó fáir" (bls. 753). Þetta viðhorf til fornsagnanna, að
þær séu sambland skáldskapar og sagnfræði, ritaðar sögur byggð-
ar á munnlegum heimildum, er langt á undan sínum tíma og
minnir á þau sem Halldór Laxness setur fram síðar.
Torfhildur vera að skrifa „historiska sögu". Sjá Sendibréffrá íslenzkum kon-
um, bls. 128. í bréfi til Valtýs Guðmundssonar frá 1. maí 1884, kallar Torf-
hildur þessa tegund sagna „faktiskar sögur". Sjá Finnur Sigmundsson,
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, bls. XI. „Söguleg skáldsaga" er nú viður-
kennt heiti á íslensku, sjá m.a. Hugtök og heiti í bókmenntafræði, bls. 274, þar
sem það er uppflettiorð.
31 Törfhildur Þ. Holm, Elding. Söguleg skáldsagafrá 10. öld, bls. 751. Fyrstu orð-
in í tilvitnuninni minna á orðalag Svövu Jakobsdóttur næstum öld síðar
þar sem hún segir frá upphafi rithöfundarferils síns: „Ég fann nefnilega,
þegar ég var að byrja að skrifa, mjög sárt til þess að mig skorti þá lífs-
reynslu sem bókmenntir virtust smíðaðar úr." Sjá „Reynsla og raunveru-
leiki", bls. 226.