Saga - 2002, Qupperneq 117
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 115
Þá bendir Torfhildur enn á mikilvægi þess að skrifa um söguleg
efni, sem engir hafi áður orðið til að gera, og brýnir þá sem hæfi-
leika hafa með því að vísa til þjóðernis þeirra og frægrar fortíðar,
um leið og hún setur ofan í við væntanlega gagnrýnendur:
Vel má vera, að sumum þyki sæmilegra að hreyfa ekki við því
verki, sem ekki verðr gert til hlítar. En þá vil eg spyrja: Hvénær
verðr það þá gert til hlítar? Eru eigi átta eða níu hundruð ár
nægilegr hvíldartími, nægilegr boðsfrestr fyrir þá, er hafa hæfi-
leika til þess að leggja hönd á plóginn? Eða á það að bíða til ei-
lífðar eptir kröptum og hæfileikum, er líklega má vekja úr dái
eða meðvitundarleysi á hverri öld, ef þeir eru vaktir með upp-
örvan og liðveizlu, í stað þess að grafa þá dýpra niðr með
ómannúðlegum aðfinningum og illa rökstuddum dómum? Eða
munu Islendingar vera þeim mun snauðari en aðrar þjóðir að
sögulegum ritefnum, er engir hafa látið á sér bæra í þá stefnu í
margar aldir? (Bls. 753-54)
Þótt Torfhildur geri svo vandlega grein fyrir markmiði sínu og ef-
ist í raun ekki um að saga hennar sé bæði „stórvirki" og brautryðj-
andaverk, afsakar hún sig í nánast hverri málsgrein og biður um
skilning. Hún segist svo lítið sem mögulegt sé ætla að „blanda"
sér „út í ritdómana, hversu sem þeir falla", en minnir á að það sé
»enginn hægðarleikr, svo sem lesarinn getr skilið, að færa orð og
hugsunarhátt ættfeðra vorra í nútíðarbúning, sízt fyrir þá eða þær,
sem hafa, svo sem eg, orðið að vinna þetta stórvirki í hjáverkum".
Síðan bætir hún við: „Geri þeir það betr, er þar til eru færir.
Vegrinn er enn öllum opinn." (Bls. 752)
Þrátt fyrir þessa varnagla fékk Elding mjög óvæga dóma, ekki
síst í vestur-íslensku blöðunum. Einkum þótti sagan of löng og
byrjaði næstum hver ritdómur á athugasemd um það. Þannig seg-
lr Björn Jónsson í löngum ritdómi í ísafold 8. og 11. janúar 1890:
-Það er hið lang-fyrirferðarmesta skáldrit, er birzt hefir frumritað
a islenzka tungu." (I, bls. 9) Síðan snýr hann út úr orðum Torfhild-
ar um hjáverkin og stórvirkið með því að segja að „rit þetta sje
jafnvel að fyrirferðinni einni saman virðingarvert hjáverk, og það
konu, og virðingarvert áræði er það af fátækum, umkomulaus-
um kvennmanni, að koma jafn-kostnaðarsömu riti á prent" (I, bls.
^)- En til þess að lýsa kynslóðum liðinna alda þurfi nákvæma
þekkingu, og því sé það að „margur vel fær og leikinn rithöfund-
Ur' taki það ekki í mál „að gjöra skáldlýsing af öðru en sinni öld