Saga - 2002, Síða 119
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 117
sem fyrir þeim vaka. Þess vegna „renna náttúru-lýsingarnar í
þessari bók saman í eina hræru", „málalengingarnar", „eintals-
rausið" og „spakmælin" gera hana þreytandi, og tekst höfundin-
um sem skáldi „linlega" að leiða fornöldina fram fyrir hugskots-
sjónir lesenda, auk þess sem hún hafi „ekki snefil af þeirri gáfu,
sem kölluð er fyndni" (bls. 4). í lokin segist ritdómari ekki hafa
minnst á „ófullkomlegleika bókarinnar" í því skyni „að aptra frú
Hólm frá að rita sögur framvegis og gefa þær út", en til þess að
hún geti „ritað bók, sem yrði sannarleg skáldsaga" þurfi hún að
afla ímyndunarafli sínu „stuðnings" (bls. 4). Þá nefnir hann, að
það kunni að þykja „ódæði" að hann skuli hafa sagt „sannleikann
um þessa bók, en ekki fyrst og fremst borið á hana hól" þar sem
frú Hólm sé þannig sett í mannfélaginu að „ýmsum óvitrum
mönnum" þyki hún vera meðal þeirra „sem hafi þau rjettindi að
mega semja ljeleg rit, án þess að megi finna, þar sem hún er bæði
óskóla-gengin og kona" (bls. 4).
í Heimskringlu 10. og 17. apríl birtist langur ritdómur um Eldingu
eftir Gest Pálsson, rithöfund og ritstjóra blaðsins.33 Hefst hann á
sama hátt og þeir sem á undan voru komnir, að viðbættri aukinni
áherslu á persónu höfundar, kynferði hennar, menntunarleysi,
fátækt, einstæðingsskap og siðprýði:
Þetta er hið stórvaxnasta skáldrit, er birzt hefur frumsamið á ís-
lenzku; öll önnur skáldrit íslendinga eru dverg-smá hjá því.
Verk þetta er hið mesta þrekvirki, sem nokkur íslenzk kona hef-
ur unnið bókmenntum íslands. Og það hefði engin íslenzk kona
í sporum höfundarins getað gert öllu meira eða getað leyst ann-
að eins verk af hendi óaðfinnanlega. Það er vafasamt hvort
nokkur hefði getað það. Þegar gáð er að því, hvað efnið er um-
fangsmikið, er enginn hægðarleikur fyrir blásnauða, munaðar-
lausa og sjálfmenntaða konu að ráða við það og hefja sínar eigin
frumhugsanir á það stig og búa þær þeim gervum, er samboðið
yrði kallað skáldsnilli og fagurfræði þessarar aldar. (I, bls. 2)
Eins og fyrri ritdómarar snýr Gestur Pálsson út úr orðum Torf-
hildar og finnst það auðsjáanlega snjallt hjá sér að tengja „blá-
snauða, munaðarlausa og sjálfmenntaða konu" við frumhugsanir,
33 Ritdómurinn er óundirritaður en í greininni „Skáldalaun", sem ritstjóri
Lögbergs (Einar Hjörleifsson) skrifaði gegn þá nýveittum skáldalaunum al-
þingis til Torfhildar, kemur fram að hann er eftir Gest Pálsson. Sjá Lögberg
14. október 1891.