Saga - 2002, Síða 120
118
HELGA KRESS
fagurfræði og skáldsnilli. Þá segir hann að efnið sé laust í sér,
söguþráðurinn slitróttur og gömlu og nýju ægi saman: „Fólkið
hugsar og talar á víð og dreif eitthvað út í loptið, og störf þess eru
óákveðin, stefna og ákvarðanir eins reikular og mest má verða."
(I, bls. 2) Oþokkarnir eru „aðgerðaleysingar og ónytjungar" sem
væri „vafalaust allt öðruvísi, ef höf. hefði sett sig inn í lunderni
fornmanna" (bls. 2) og hann saknar óskírlífis, bardaga og blóðsút-
hellinga í bókinni. Það er auðfundið, segir hann, „að það er kona,
sem skrifar hana, dæmalaust siðgóð og trúuð kona, með óvíkjan-
lega staðfestu, sjálfstraust og sómatilfinningu"(I, bls. 2). Þá tekur
hann undir skoðun félaga síns Einars Hjörleifssonar um að lítið sé
um „skáldlega fyndni og spaug í bókinni" (II, bls. 2) en það sem
virðist fara mest fyrir brjóstið á honum er að í bókinni skuli kon-
ur hafa yfirburði yfir karlmenn. Meira að segja „hraustir farmenn
og víkingar geta ekki gert ambáttum sínum hinn allra minnsta
neyðarkost" og „hraustmennin, hetjurnar, verða ekki einu sinni
kvennsterkir menn, þegar ambáttirnar þrjózkast við boðum
þeirra" (I, bls. 2). Þannig hafi „Helga hin fagra og töfrandi amb-
átt" bitið „Alf Oddsson - hraustann Islending -, þegar hann var
að skoða í henni tennurnar" og ekki hafi Hrafn svo mikið sem
skammast sín fyrir að segja frá því að konan sem hann „þreif úr
fangi unnustans og hafði í brott með sjer" hafi mátt betur en hann, en
hann „hló í skeggið" þegar hann sagði: „Hún beit mig og reif til
blóðs mörgum sinnum, er jeg vildi sýna henni blíðu." (I, bls. 2) Þá
séu ekki minni „andlegu yfirburðirnir, sem konurnar hafa yfir
karlmennina" og mótmælir ritdómari því „að kvennfólk eigi að
hafa og hafi andlegann þroska fram yfir karlmenn" (I, bls. 2). Nið-
urstaðan er sú að bókin sé hvorki saga né skáldskapur. Þó finnst
ritdómara sjálfsagt að almenningur „hlynni að þessari einstöku og
einstæðu konu, með því að kaupa bókina," sem hafi „ - næst Bibl-
íunni - rjett til að vera í skrautbandi, húsprýði á hverju einasta
íslenzku heimili" (II, bls. 2).
Þótt Torfhildur hafi ekki ætlað að blanda sér í ritdóma um bók-
ina birtist bréf frá henni í Heimskringlu 12. júní 1890 ásamt vottorði
frá Jóni Þorkelssyni dagsettu í Reykjavík 8. maí 1890 um sögu-
kunnáttu hennar.34 Hún segir: „Hvað því sögulega í bókinni við-
34 Vottorðið birtist síðar í Þjóðólfi 1. ágúst 1890, en án bréfs Torfhildar. Þegar
Torfhildur sendi Heimskringlu bréfið hefur hún ekki vitað um ritdóm Gests
Pálssonar.