Saga - 2002, Page 122
120
HELGA KRESS
Jiið sama og flestum þesskonar höfundum hefir verið borið á
brýn, en það er að gjöra fornmennina meira og minna að nútíma-
mönnum í fornu gerfi" (bls. 26). Þó hafi hún „sjaldnar og minna
syndgað í þá átt en margir aðrir merkir höfundar, enda er ísl. höf-
undum auðveldara en flestum öðrum að hugsa og tala eins og
fornmenn, því þeir einir skilja til hlítar forna lífið" (bls. 26). Að
hans áliti standa Islendingar nær heimildum fornsagnanna en
erlendir höfundar og geti því betur skilið þær og unnið úr þeim.35
Hann finnur tvennt að sögunni, annað er „hinn lauslegi, langdregni
gangur" hennar og hitt er „skortur á skapi og rögg hjá mörgum per-
sónunum" (bls. 26). Það komi að vísu fyrir nokkrir bardagar en
„fáa eða enga lætur höf. sýna rögg af sér með sverð í hendi"
(bls. 26). í lokin vekur hann athygli á því „að enginn íslendingur
skyldi fyrri verða til að nota vorn mikla sagnafjársjóð fyrir yrkis-
efni - að ekkja umkomulaus og einstæðingur" skyldi fyrst „hafa
hetjuþor til að rjúfa þennan sagnahaug" og „framleiða þaðan
skáldsögusmíði, sem, þó eigi sé fullkomið, lengi mun geyma nafn
hennar og bera vott um mikið kvennþrek, háa sál og heitar tilfinn-
ingar" (bls. 26).36
35 Má vera að hann sé hér að vísa til leikritsins Jon Arason eftir norska skáldið
Kristofer Janson sem kom út i Björgvin árið 1867, en um það skrifar hann
í bréfi til Eggerts Ó. Brím, dagsettu á Móum 25. maí 1869: „Nýlega hef ég
lesið „Jón Arason" eftir Kristofer Janson og líkar mér hann hvergi rétt vel,
en sumt illa, vegna vanþekkingar hans á landslagi og sögu Jóns yfir höf-
uð." Sjá Bréf Matthíasar Jochumssonar, bls. 156. Sjálfur hafði Matthías ver-
ið með það lengi í huga að skrifa harmleik um ævi Jóns Arasonar og minn-
ist þegar á það í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar, dagsettu í Reykjavík
29. apríl 1862: „Hvað eg vildi segja? Hvað segirðu um Jón Arason? Má
búa til tragedíu um hann?" Sjá Bréf Matthíasar Jochumssonar, bls. 9.
36 Séra Matthías víkur að þessum ritdómi í bréfi til séra Eggerts Ó. Brím, dag-
settu á Akureyri 20. mars 1890, en séra Eggert, sem var mágur Torfhildar,
kvæntur systur hennar, hafði lesið yfir handrit bókarinnar og „vikið sum-
staðar málfærinu til fomlegri stefnu" (sbr. orð Torfhildar í eftirmála að Eld-
ingu, bls. 752). Segir Matthías að Torfhildur eigi skilið mikla þökk fyrir
dugnaðinn „og þá einkum fyrir sitt mikla stúdíum á fornöld vorri" en bæt-
ir við: „Privatissime færi ég þér það þakklæti." Segist hann hafa dregið að
rita dóm um bókina „því mér er ógeðfellt að finna að henni, úr því höf.
vonast eftir öðm og á gott skilið, - þó varla komum við skapi eða skoðunum
saman." Annars segist hann ekki vera neinn „kritikus" og „skal dæma bók þessa
svo vægt sem ég get í Lýð". Sjá Bréf Matthíasar Jochumssonar, bls. 181-82.