Saga - 2002, Side 124
122
HELGA KRESS
ritdómar komu um söguna, í Þjóðólfi 12. maí 1893, eftir ritstjórann
Hannes Þorsteinsson, og Sunnanfam, júlí 1893, eftir Ó.D. (Ólaf
Davíðsson). Báðir eru þeir fremur jákvæðir og leggja meiri áherslu
á að sagnfræðin sé rétt en skáldskapurinn góður. Þannig veltir
ritdómari Þjóðólfs því fyrir sér að hve miklu leyti höfundi hafi tek-
ist „að sýna aldarandann, eins og hann var í raun og veru, eða að
hve miklu leyti vér fáum hnífrétta mynd af Jóni biskupi eptir sög-
unni" og kemst að þeirri niðurstöðu „að hinn sögulegi (faktiski)
þráður [sé] víðast hvar þræddur rétt" (bls. 86). Það sé ekki
nema „á örfáum stöðum að tímaröðinni er vikið ofurlítið við, án
þess það hafi nokkur truflandi áhrif á gang sögunnar" (bls. 86).
Ritdómur Ólafs Davíðssonar er bæði ýtarlegur og fræðilegur.
Hann kyngreinir ekki höfundinn og gagnrýni hans er byggð á
hlutlægum rökum, m.a. þar sem hann leiðréttir sögulegan mis-
skilning. Hann setur söguna í bókmenntasögulegt samhengi, bæði
innlent og erlent, og tekur strax í upphafi af allan vafa um braut-
ryðjandastöðu Torfhildar í íslenskri skáldsagnagerð. Hann segir:
Eins og kunnugt er, var mjög fátt um íslenzkar skáldsögur fram
undir seinustu árin, og einkum höfðu íslenzk skáld feingizt svo
lítið við að semja sögulegar skáldsögur, sem svo eru nefndar,
eða skáldsögur sem styðjast við sögu einhverrar þjóðar, að
„Brynjúlfur biskup Sveinsson", sem kom út í Reykjavík 1882 var
hið fyrsta rit í þessa átt, sem gefið var út á íslenzku, og líklega
hefir verið ritað á íslenzku, frá alda öðli. (Bls. 3)
Heitið „söguleg skáldsaga" notar hann síðan hvað eftir annað í rit-
dómnum sem sýnir að það hefur fest sig í sessi. Skilgreining hans
á sögulegri skáldsögu er mjög athyglisverð en hann sér ósættan-
lega togstreitu milli sagnfræðinnar og skáldskaparins þar sem
annað hlýtur óneitanlega að fara halloka fyrir hinu. Höfundur
sögulegra skáldsagna, segir hann, verður að gæta þess „svo fram-
arlega sem hann lýsir kunnugum mönnum, mönnum sem lifa í
sögunni, að hagga ekki atburðum þeim og atvikum, sem sagan
segir um þessa menn". Hins vegar hafi hann frjálsar hendur að
því leyti „að hann þarf ekki að taka alt sem sagan segir um menn
þá, sem höfundurinn er að lýsa". Hann getur „valið úr því sem
hann hefir fyrir framan sig, en það sem hann tekur, verður að
standa eins og stafur á bók, eins og sagan, historían, alvarleg og
hlutdrægnislaus skýrir frá því". Því sé „verulegur skáldskapur"
ekki heimtaður í sögulegum skáldsögum sem geta þó verið