Saga - 2002, Side 125
„Á HVERJU LIGGJA EKKIVORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 123
„skemtilega og lipurlega samdar". Gildi slíkra sagna kemur mest
af því „hve þær eru áreiðanlegar, hve þær svara vel til tímans, sem
þær eru látnar fara fram á" (bls. 3). Þótt Ólafur finni engan skáld-
skap í Jóni biskupi Vídalín fremur en í sögum Walters Scotts þykir
honum undarlegt „að Torfhildur Holm skuli ekki eingaungu fást
við að semja sögulegar skáldsögur, því henni hlýtur sjálfri að vera
jafnljóst og þeim sem lesið hafa öll rit hennar, að henni er sýnt um
að semja sögulegar skáldsögur" (bls. 5).
Þriðja biskupasaga Torfhildar, Jón biskup Arason, kom í 6.-12.
árgangi Draupnis, 1902 til 1908, og er þetta hennar síðasta skáld-
saga.39 í formála líkir hún sér við gullgrafara og segist ætla að
„ferðast í anda um ýmsa sögustaði miðaldanna til að leita að gull-
kornum þeim, sem leynast í húminu".40 Eins verða þeir sem „ætla
sér að slæða gamlar söguhetjur, verk þeirra, áform, hvatir, þjóð-
ernis anda, einkunnir og trúarbrögð upp úr gleymskudjúpi mið-
aldanna, engu síður að vinna upp á von og óvon, þar sem sögu-
legir viðburðir eru færðir í letur hér og hvar og svo löng tímabil í
milli, sem engar sögur fara af, en sem þó hljóta að hafa verið allt
eins rík af viðburðum og hin, sem færð hafa verið í letur" (bls.
III—IV). Hið vandasama hlutverk söguritarans sé að fylla upp í
þær eyður. í Jóni biskupi Arasyni segist hún hafa orðið „að skapa
atvik og viðburði eftirþeim líkum að dæma, sem felast [...] í sögu-
legum heimildum" og muni hún flétta öllum þeim sögum og
ævintýrum sem af honum séu til inn í söguþráðinn, „meðfram til
þess að innilykja það allt í einni heild, þar sem það er nú á víð og
dreif, og meðfram til fróðleiks, því að það er alltrúlegt að einhver
sannleiki sé fólginn í þeim sögum, sem gengið hafa mann frá
manni í margar aldir" (bls. IV).
Með sögum sínum ruddi Torfhildur Hólm sögulegum skáldsög-
39 Leikrit Matthíasar Jochumssonar, Jón Arason, kom út árið 1900, en þá var
Torfhildur langt komin með sögu sína um sama efni. í formála að þriðja
árgangi Draupnis 1895 boðar hún útgáfu hennar og segir: „En í næsta árs-
riti, nær sem eg gef það út, hef eg ásett mér, að öllu forfallalausu, að hafa
skáldsögu af Jóni biskupi Arasyni í einu lagi." (Bls. 3) Vera má að þessi
áform Torfhildar hafi hvatt séra Matthías til að verða á undan með leikrit
sitt. í eftirmála gerir hann grein fyrir heimildum sínum og bætir við, ef til
vill með yfirlýst áform Torfhildar í huga: „en sérstök eða vísindaleg saga
af Jóni Arasyni, og þeim feðgum, er enn þá ósamin" (bls. 222).
40 Torfhildur Hólm, „Jón biskup Arason", Draupnir, 6. árg., bls. III.