Saga - 2002, Side 128
126
HELGA KRESS
með hugmyndina eftir að hafa fengið hana árið 1924 og má vera
að hér komi enn kerlingar við sögu. Á þessum árum var það
nefnilega ókarlmannlegt að skrifa skáldsögur. í bréfi til Einars
Ólafs Sveinssonar, dagsettu á „Múnkaþverá" [þ.e. í klaustrinu í
Clervaux] 5. mars 1923, segir hann: „Annars er sú atvinna að
skrifa skáldsögur ekki firir aðra en hysteriskar eða fordjervaðar
piparmeiar eða stúdíósa (og þá menn af 6.-7. rangs líferni) sem til
nichts taugen."45 I bréfi til Jóns Helgasonar, dagsettu í Laxnesi
5. nóvember 1924, sér hann ofsjónum yfir þulum sem hann segir
að menn eigi ekki að vera að yrkja „þótt Sigurður Nordal sé að
herma það eftir einhverjum kellíngum. (NB. hér veður alt upp í
kellíngum, það er svo mikil kellíngaöld í Reikjavík, að líkja má við
rottuplágu, og vantar einhvern pied piper til að síngja þetta
burt)."46 Þetta er ekki góður jarðvegur fyrir karlrithöfund sem
ætlar að sigra Saffó íslands og það er ekki fyrr en mörgum árum
síðar að Halldóri tekst „að syngja þetta burt". Um það segir
hann í ritgerð frá 1942: „Til dæmis veit ég að höfundur einn er
nýbyrjaður á bók sem hann hefur í átján ár verið biðja guðina að
forða sér frá að skrifa."47
Andstætt Torfhildi sem leggur áherslu á að sögur hennar séu
sannar og vísar ósjaldan til heimilda innan sviga í textanum sjálf-
um, svo sem „(sjá 9. deild Árbóka, bls. 54)"48, eða til neðanmáls-
greina með áréttingum eins og „Sannur viðburður"49 og „Alveg
sönn saga, komin frá Finni biskupi Jónssyni"50, tekur Halldór það
hvað eftir annað fram að saga hans sé ekki „sagnfræðileg skáld-
saga". Innan á titilblað allra þriggja binda íslandsklukkunnar hefur
hann látið prenta þessi orð: „Höfundur vill láta þess getið að bók-
in er ekki ,sagnfræðileg skáldsaga', heldur lúta persónur hennar
atburðir og stíll einvörðungu lögmálum verksins sjálfs."51 í viðtal-
45 Sjá bréf til Einars Ólafs Sveinssonar frá Halldóri Laxness á handritadeild
Landsbókasafns, Lbs. án safnmarks.
46 Sjá bréf til Jóns Helgasonar frá Halldóri Laxness á handritadeild Lands-
bókasafns. Lbs. án safnmarks.
47 Halldór Kiljan Laxness, „Höfundurinn og verk hans", bls. 473.
48 Torfhildur Hólm, „Jón biskup Vídalín" (2. árg.), bls. 174.
49 Sama (2. árg.), bls. 175.
50 Sama (2. árg.), bls. 190.
51 Þessi fyrirvari er felldur burt í síðari útgáfum verksins, enda vandséð að
„sagnfræðileg skáldsaga" sé yfirleitt til nema þá í merkingunni „söguleg
skáldsaga", en að skilgreiningu hennar fellur íslatidsklukkan mætavel.