Saga - 2002, Side 129
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 127
inu í Þjóðviljanum áréttar hann þetta og segir að sér detti ekki í hug
að hann hafi í sögunum búið til umhverfi 17. aldar, heldur hafi
hann „einungis reynt að búa til trúlegt, sennilegt umhverfi, sjálfu
sér samkvæmt" (bls. 4) innan þess ramma sem verkið setji. „Þess-
ar bækur eru jafn ósagnfræðilegar og t.d. Njála" (bls. 4), segir
hann og tekur þar með undir skoðun Torfhildar á sannfræði forn-
sagnanna í eftirmála EIdingar.52 Þá segist hann víða hafa aflað sér
heimilda og lesið það sem hann náði í af ritum aldarinnar og einn-
ig kynnt sér margt annað, t.d. stríðrekstur Dana til forna. Um
úrvinnslu sína á sögulegum heimildum segir hann:
Bóndinn í Bræðratungu hét að vísu Magnús Sigurðsson, en
kona hans hét Þórdís. Hún flýði frá manni sínum, sem hafði ætl-
að að drepa hana með hníf og var í kynnum við Árna Magnús-
son þegar hann var í Skálholti; í skjölum um málið er vitnað til
tíðleika milli þeirra í æsku. Magnús kærði Árna og lét lesa kæru-
skjal í Skálholtskirkju og urðu af þessu öllu mikil málaferli. Þór-
dís og biskupsfrúin voru systur, en ekki dætur lögmanns, eins
og í sögunni. Biskupinn á ekkert skylt við Jón Vídalín og dóm-
kirkjupresturinn á sér ekki neina sögulega fyrirmynd. (Bls. 5)
Halldór nefnir hvergi að þetta sögulega efni hafi áður verið notað
í skáldsögu, en leggur á það áherslu að „á Akureyri, þegar ég
skrifaði Hið ljósa man, hafði ég ekki hjá mér nokkra bók, sat í
hótelherbergi og vann alla daga milli þess ég svaf" (bls. 4). Þá
er það athyglisvert að í viðtalinu býr hann beinlínis til sagnfræði-
lega heimild, „skjöl" um „tíðleika" milli þeirra Þórdísar og Árna
í æsku. Fyrir þessu eru hins vegar engar aðrar „heimildir" en
skáldsaga Torfhildar, jón biskup Vídalín.53
52 í ritgerðinni „Minnisgreinar um fornsögur" frá 1945 ræðir hann nánar
samband sagnfræði og skáldskapar og segir: „Nú er ekki þarmeð sagt að
listaverk einsog Brennunjálssaga hafi eingan sagnfræðilegan stuðníng eða
sannsöguleg rök fyrir sér, því það hefur hún vissulega þó höfundurinn
fylgi þeirri reglu góðra skálda að sveigja sagnfræðina undir listaverkið"
(bls. 40). Telur hann að ýmsar persónur í Njálu kunni að einhverju leyti að
vera sannsögulegar en hins vegar séu >,litlar líkur til að þessar sagnfræði-
legu persónur eigi mikið sammerkt við skáldsögupersónur Brennunjáls-
sögu samnefndar" (bls. 41).
53 Um nákvæma greinargerð fyrir svokölluðum „Bræðratungumálum" og
heimildum þeirra, sjá Gils Guðmundsson, „Bræðratunguhjón og Arni
Magnússon"; einnig Már Jónsson, Árni Magnússon. Ævisaga, einkum kafl-
ann „Bræðratungumál".