Saga - 2002, Blaðsíða 132
130
HELGA KRESS
torfkofarnir „hundruðum, sumir snaraðir, með sviðna þekju og úr
greinum geingnir" (bls. 51).
Þá er áhugavert að sjá hvernig þau Halldór og Torfhildur bregð-
ast við sömu sagnfræðilegu heimildum, ekki síst út frá kynjasjón-
armiði. Sem dæmi má taka úrvinnslu þeirra á lýsingu Jóns Grunn-
víkings á „húskrossinum", konu Arna Magnússonar. Þegar hann
hefur sagt frá því að yfirleitt hafi Árni virst ánægður með hlut-
skipti sitt, bætir hann við:
Men jeg troer dog, han havde en hemmelig Huuskors, som
Ingen kunde mærke uden de som vare ham mest familiair, helst
naar han var aleene og havde lidt i Hovedet, og undertiden hans
bedste Venner. Reent at sige, var hans gamle Kone, som gjorde
meest dertil, og uanseet han havde Midler nok, maatte han
idelig hore paa, hun havde gjort ham rig, med flere Kjellinge-
Historier, som ikke ere værd ,at anfores. To Ting gjorde ham
meest Anstod, hans Giftermaal og Ildebranden.56
Þessi gamla og ríka kona er ekki bara „húskross", heldur er hún
líka „kerling" og kvelur mann sinn með „kerlingasögum" sem
ævisöguritaranum finnst ekki þess virði að skrá.
Hjá Halldóri Laxness verður þessi frásögn að mikilli lýsingu á
eiginkonu Árna, flagðinu „með krúnginn" (bls. 131), algerri and-
stæðu hinnar ungu og íslensku Snæfríðar. Fyrir utan að vera ljót
og leiðinleg, gömul, útlensk og rík, er hún einnig bækluð, en um
það kemur ekkert fram í heimildum. Þannig er henni lýst þegar
hún opnar hús sitt fyrir Jóni Hreggviðssyni: „Fram kemur í gætt-
ina kvensnift nokkur dvergvaxin, með krúng uppúr baki, stall-
mynt en hakan toguð niðrá miðja bríngu, handleggirnir oflángir
og jafnmjóir, með afsleppum höndum" (bls. 118) og horfir hún
„illilega" á gestinn. Sýnina rifjar hann síðan upp við nafna sinn
Grindvicensis: „En úr því við erum farnir að tala um óskepnur þá
kom hér til dyra finngálkn, blendíngur af trölli og dverg, þó í
kvenmannslíki, og hefur mér sjaldan orðið ver við að sjá nokkurt
kykvendi" (bls. 120).
Torfhildur hefur engan áhuga á þessari heimild. í eftirmála Jóns
biskups Vídalín vitnar hún stuttlega til hennar, eins og sagnfræð-
innar vegna, og segir: „Jón Grunnvíkingur segir um Árna, að
hann hafi á seinni árum haft eitthvert leynilegt böl við að stríða"
56 Jón Ólafsson, „Biografiske Efterretninger om Arne Magnussen", bls. 49.