Saga - 2002, Side 133
„Á HVERJU LIGGJA EKKIVORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 131
(2. árg., 258) en sleppir að geta þess að hið leynilega böl hafi verið
eiginkonan. I sögunni kemur hjónaband Árna aðeins fyrir neðan-
máls í skýringum við samtal þeirra Árna og biskups um ekkju
Fischers. Þar segir: „Fischer var söðlasmiður konungs. Árni var
vinur hans og giptist ekkju hans seinna." (2. árg., bls. 212) í „Stuttu
yfirliti" aftan við söguna er svo frá því skýrt að „Árni Magnússon
giptist ári síðar en Þórdís dó, ekkju þeirri, sem þeir biskup ræddu
um; hún var ekkja Fischers vinar hans, rík en öldruð." (2. árg., bls.
236) Þarna tengir Torfhildur hjónabandið og handritasöfnunina,
eins og Halldór eirtnig gerir síðar, því að hún heldur áfram: „Hann
stundaði vísindi sín og giptist henni til fjár, en ekki ánægju; jók
hann eptir það mjög sitt ágæta handrita- og bókasafn." (2. árg.,
bls. 236) Aftur á móti nýtir Torfhildur sér orðróm hjá Jóni Espólín
og býr til ástarsamband milli Jóns biskupsefnis og miklu eldri
konu, Guðríðar biskupsekkju.57 Þegar Jón fyrst tekur eftir henni er
því svo lýst: „Honum varð litið á hana, augu þeirra mættust, og
einhver undarleg geðshræring, er hann gat ekki gjört sjer grein
fyrir, vaknaði hjá honum. [...] Jón virti hana nákvæmlega fyrir sér
og varð hlýrra í hug til hennar. „Hún er alls ekki ókvennleg,"
hugsaði hann" (2. árg., bls. 9-10). Nokkru síðar er kvennaflagar-
inn Daði Halldórsson látinn segja, þegar samband þeirra Jóns og
Guðríðar berst í tal: „húsfrú Guðríður er töfrandi og fjörug, þótt
hún sje nú ekki lengur barnung" (2. árg., bls. 16).
Jón biskup Vídalín er aðeins að litlu leyti um þau Árna og Þórdísi,
en saga þeirra er þar óslitin frá því þau eru ung í Skálholti og fella
hugi saman, þar til Þórdís deyr eftir mikið uppgjör þeirra á milli.
í sögu Torfhildar gerist Árni fráhverfur Þórdísi af því hún er ekki
nógu efnuð og faðir hennar, Jón biskup Vigfússon, í kröggum og
hún giftist Magnúsi, sem var ríkur, til að bjarga þessum sama föð-
ur. Torfhildur lætur Þórdísi eiga tvö börn en hin sögulega fyrir-
mynd átti sjö. Árni í íslandsklukkunni tælir Snæfríði barnunga í
föðurhúsum og hann fórnar henni fyrir Skáldu, hinar gömlu bæk-
ur, fé kerlingar. í raun var Þórdís Jónsdóttir eldri en Sigríður syst-
ir hennar sem varð kona Jóns Vídalíns, og þannig hefur Torfhild-
ur það einnig, en Halldór lætur Snæfríði vera yngri. Snæfríður er
57 Þar segir við árið 1697 að Guðríður húsfrú hafi stutt Jón Vídalín „með
peníngum ok ödru, sem hún mátti, ok ætludu menn hún mundi hyggja sér
þat til nota sídar, þótt þat bædi fýsiligt, ok var köllud fjörmikil". Sjá Jón
Espólín, íslands árbækur, bls. 57.