Saga - 2002, Page 134
132
HELGA KRESS
barnlaus, og meira en það, hún er óbyrja, og því eins langt frá
sögulegri fyrirmynd sinni og hugsast getur. í frumdrögum íslands-
klukkunnar á hún hins vegar tvö börn sem í fyrsta kafla Hins Ijósa
mans eru „sex - sjö ára" að leika sér heima í Bræðratungu „með
legg og skel undir hrundum vegg". Síðan hefur Halldór breytt
þessu og er setningin tvíyfirstrikuð í handriti. Torfhildur lætur
Þórdísi deyja í bólunni 170758 og horfir Arni upp á hana deyjandi
í gróteskri dauðasenu, þar sem hún „afmynduð af bólunni" (2.
árg., bls. 213) og „viðbjóðslega útleikin" (2. árg., bls. 213) hvíslar
að honum hótun um að hún muni fylgja honum dauð. Af þremur
aðalpersónum íslandsklukkunnar er Snæfríður sú eina sem ekki ber
sama nafn og sú sagnfræðilega persóna sem stuðst er við, heldur
tekur nafn sitt eftir Snæfríði, dóttur Svása, sem segir frá í
Heimskringlu að hafi villt svo og tryllt Harald hárfagra að hann
missti stjórn á ríki sínu.59 Snæfríður er fjarræn og er henni ýmist
lýst sem huldukonu eða konu úr hetjukvæðum og í lokin hverfur
hún inn í landið sem upphafið tákn þess.
í jóni biskupi Vídalín er lögð áhersla á tvískinnung Arna, og er
Þórdís látin kveða upp úr með það atriði. í uppgjöri þeirra og síð-
asta samtali segist hún ekki myndi „girnast að eiga prófessorinn.
Jeg elskaði og elska Árna Magnússon með öllum hans göllum, en
dæmdu sjálfur um, hvort að hann og prófessorinn eru ekki ólíkir
menn" (2. árg., bls. 171). í íslandklukkunni er hann ýmist nefndur
„Árni" eða „Arnas", eftir því í hvoru hlutverkinu hann er.60 Snæ-
fríður gerir sér hins vegar enga rellu út af þessu þegar hún játar
ást sína á Árna í samtali við dómkirkjuprestinn: „Ég elska einn
mann, sagði hún; og þér vitið það; ég elska hann vakandi; sofandi;
lifandi; dauð; elska hann." (Bls. 66) í uppgjöri þeirra Þórdísar og
Árna eys Þórdís yfir hann skömmunum og kennir honum um
ógæfu sína og giftingu. „Já, þú og enginn annar lagðir grundvöll-
58 Þarna treystir Torfhildur heimild sinni, Jóni Espólín, sem segir að Þórdís
hafi dáið í bólunni miklu 1707. Sjá íslands árbækur VIII, bls. 106. Hið rétta
er að Þórdís lést árið 1741. í íslandsklukkunni deyja biskupshjónin í ból-
unni sem áréttar að Jón biskup Vídalín er ekki fyrirmynd hins nafnlausa
biskups í sögunni.
59 Sjá „Haralds saga hins hárfagra", bls. 126-127.
60 í bréfum Áma má sjá að hann kallaði sig gjarnan Arnas upp á latínu
og undirritaði bréf sín með því nafni. Sjá Arne Magnussons Private Brev-
veksling.