Saga - 2002, Síða 135
„Á HVERJU LIGGJA EKKI VORAR GÖFUGU KELLÍNGAR" 133
inn undir mæðuferil minn, og ert nú að hlaða málum ykkar
Magnúsar ofan á hann." (2. árg. bls. 170) Með þessu bendir hún
honum á að deilur þeirra Magnúsar séu karlamál sem komi henni
ekki við, og orð hans gera ekki annað en staðfesta það:
„Heiður minn stóð í veði," svaraði hann.
„En um minn hirtir þú ekkert, hann var þó aleiga mín."
„Hver er sjálfur sjer næstum," svaraði hann. (2. árg. bls. 169)
í íslandsklukkimni dáist Snæfríður að Árna, og í uppgjöri þeirra
sem einnig fer fram í Skálholti er ekki aðeins að hún fyrirgefi hon-
um að hafa svikið „alla eiða sem karlmaður getur svarið" (bls.
266), heldur skilur hún að hann varð að fórna henni og samþykk-
ir það: „Ég ásakaði þig aldrei, Árni, sagði hún; ekki með orði, ekki
með hugrenníngu." (Bls. 268) Hvað hennar eigin heiður varðar
endurtekur hún skilaboðin sem hún hafði áður sent með Jóni
Hreggviðssyni en Árni vildi ekki heyra: „Seg honum ef minn
herra geti bjargað sóma íslands, þótt mig áfalli smán, skal þó and-
lit hans jafnan lýsa þessu mani." (Bls. 81) Þessi orð sem hún segist
hafa verið lengi að setja saman biður hún um að megi verða þeir-
ra síðustu „í kvöld og sérhvert kvöld, eins hið síðasta" (bls. 269).
Það er hann sem lýsir hinu ljósa mani.
Kvennasagan
íslandsklukkan er ekki fyrsta sögulega skáldsaga Halldórs Laxness.
Hann var áður búinn að skrifa aðra, hina glötuðuðu „Aftureld-
íngu", andsvar við Eldingu Torfhildar Hólm. Markmið hans með
verkinu var að skrifa skáldskap, ekki sagnfræði, og í einni af
minniskompum sínum líkir hann því við tónlist: „Segja sögu Snæ-
fríðar að öðrum þræði við sögu Jóns Hreggviðssonar eins og sópr-
an við djúpan bassa."61 Eins og hann tekur vandlega fram sjálfur
og með viðurkenningu var það prófessorinn og fræðimaðurinn
Jón Helgason sem benti honum á efnið um viðskipti þeirra Jóns
Hreggviðssonar og Árna Magnússonar, en þau varða lagaflækjur,
réttarhöld, hið opinbera og karllega samfélag. Hvað varðar
61 Sbr. Peter Hallberg, „íslandsklukkan í smíðum", bls. 141. Minniskompan
er varðveitt á handritadeild Landsbókasafns. Um samband tónlistar og
skáldskaparfræði í verkum Halldórs, sjá grein mína, „Veröldin er söngur.
Hinn hreini tónn og kvenmynd eilífðarinnar í verkum Halldórs Laxness."