Saga - 2002, Page 142
140
MAGNÚS STEFÁNSSON
biskups vald".1 Deilurnar hlutu fljótt nafnið staðamál því þær
snerust fyrst og fremst um staði.2
Kirkjulagagrein sem vel gæti verið heimildin fyrir kröfu þeirra
erkibiskups og Arna er canon 32 frá haustsýnódu Gregors páfa
VII1078: „Ut annuntietur laicis, cum quanto periculo animae suae
decimas detinent et ecclesias possident."3 - „Við gerum leikmönn-
um kunnugt að þeir eigna sér tíundir og halda kirkjur með mikl-
um sálarháska." Boðskapur Jóns rauða erkibiskups er einungis
varðveittur í útdrætti í Áma sögu biskups en hann mun að öllum
líkindum hafa náð til valds biskups yfir öllum kirkjum og kirkju-
eignum, bæði stöðum og bændakirkjum,4 svo og öllum tekjum
kirkjunnar. Endursögn Árna sögu biskups væri þá venjulegt „pars
pro toto" - orðalag sem stafaði af því að deilurnar snerust eðlilega
fyrst og fremst um þær kirkjulegar stofnanir sem voru á kirkju-
stöðum sem kirkjan átti ein, staðina. Þar voru kröfurnar víðtæk-
astar og auðveldast að færa rök fyrir þeim vegna hins helga eðlis
staðanna, locus sacer, locus sacrosanctus. Á sama hátt var tíundin
mikilvægasta fasta tekjulind kirkjunnar.
Við bændakirkjumar var heilagleikinn takmarkaður við kirkju-
bygginguna sjálfa og kirkjugarðinn. Þegar kirkjan átti einungis
hluta í kirkjustaðnum - helming, þriðjung, fjórðung o.s.frv. - var
þessi hluti, kirkjuhluti, því aðeins heilagur ef hann var sérstök
rekstrareining og aðskilinn heildareigninni ásamt kirkju og kirkju-
garði. Kirkjuhluti sem ekki var afmarkaður hluti kirkjustaðarins
heldur fól einungis í sér forgangskröfu kirkjunnar á kirkjustaðn-
um þess efnis að kirkjubóndinn sæi fyrir rekstri kirkjunnar, héldi
henni við, greiddi prestinum laun o.s.frv., var ekki heilagur. Hér
átti kirkjan einungis rétt til arðs af kirkjuhlutanum og arður gat
ekki verið locus sacer enda þótt hann væri að því leyti heilags eðl-
1 Árna saga biskups, bls. 16. Allar tilvísanir í söguna eru í þessa útgáfu Guð-
rúnar Ásu Grímsdóttur. Stafsetning er færð í nútímahorf.
2 Hugtakið staðamál kemur nokkrum sinnum fyrir í Áma sögu biskups. Orð-
ið kemur einnig fyrir í Sturlu þætti, Sturlunga sögu II, bls. 236.
3 Sbr. Hans Erich Feine, „Kirchenreform und Niederkirchenwesen", bls. 508
o. áfr.
4 Hugtakið bændakirkja kemur fyrir í heimildum frá 14. öld. Til hægðarauka
nota ég hugtakið um þær kirkjur sem áttu aðeins hluta af kirkjustaðnum -
„kirkjuhlutann".