Saga - 2002, Side 147
UM STAÐI OG STAÐAMÁL
145
síðar hélt Þorlákur áfram „að krefjast drottinvalds yfir kirkjustöð-
um" en á hinn bóginn kemur svo afleiðingin, sem var að íslend-
ingar „hættu að ánafna kirkjunni heimajarðir og stofna staði eða
kirkjulén".18
Gunnar Karlsson skildi staðarhugtakið mjög á sama veg og ég í
greininni „Stjórnmálamaðurinn Snorri" í bókinni Snorri - átta alda
niinning, 1979. Þó kallaði hann staðina beneficia eins og margir hafa
gert.19
Einn kafli í bók Gunnars F. Guðmundssonar, Eignarhald á afrétt-
um og almenningum, 1981, heitir „Stofnun kirkjustaða" og þar seg-
lr að „þeir kirkjustaðir sem áttu heimajörðina alla, eins og var í
Skálholti, eru í heimildum nefndir staðir".20 Kirkjustaðirnir eru
samkvæmt þessu stofnanir og eignaraðilar eða rétthafar.
Helgi Þorláksson segir í Vaðmáli og verðlagi, 1991, að goðarnir
hafi venjulegast setið á „auðugum kirkjustöðum, svonefndum
stöðum".21 Auðurinn virðist því hafa kveðið á um hvort kirkju-
staðir gátu talist staðir eða ekki. í bókinni Gamlar götur og goðavald,
1989, virtist hann þó hafa skilið hugtakið staður á sama hátt og ég
hafði haldið fram.22 Hjá Helga eru staðirnir stofnanir og rétthafar
°g að auki auðugir.
I útgáfunni á Árna sögu biskups, 1998, segir Guðrún Ása Gríms-
dóttir þannig frá boðskap erkibiskups um „að allir staðir og tíund-
lr skyldi gefast í biskups vald": „Hann [Árni] beitti fyrir sig kirkju-
lúgum og boði páfa og erkibiskups um forræðisvald biskups á eig-
Uln kirkjunnar".23 Hún skilgreinir staðamál sem „deilur kirkju-
valds og leikmannavalds um forræði kirknaeigna á íslandi."24
Þessi skilningur er hárréttur og óumdeilanlegúr. En jafnframt
skýtur kirkjustaðurinn upp kollinum í umfjöllun Guðrúnar Ásu:
Hún talar um „baráttu Árna biskups fyrir því að fá biskupi for-
ræðisvald á kirkjustöðum eftir ákvæðum almennra kirkjulaga."25
1 s Bjöm Þorsteinsson, íslensk miðaldasaga, bls.108-109,140-42 (sbr. 132-33,152,242).
Gunnar Karlsson, „Stjórnmálamaðurinn Snorri", bls. 38, með tilvísun í
Hagnús Stefánsson, „Kirkjuvald eflist".
20 Gunnar F. Guðmundsson, Eignarhald á afréttum og almenningum, bls. 53.
21 Helgi Þorláksson, Vaðmál og verðlag, bls. 54.
22 Helgi Þorláksson, Gamlar götur og goðavald, bls. 25 o. áfr.
3 Árna saga biskups, bls. VIII (formáli Guðrúnar Ásu Grímsdóttur).
24 Sama rit, bls. XVIII.
25 Sama rit, bls. XVI.
10~SAGA